Stórleikarinn Ólafur Egill Egilsson (38) kemur á óvart:

Leikarinn Ólafur Egill Egilsson er fjölhæfur og er margt til lista lagt. Hann var kynnir á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs sem haldin var í Hörpu og vakti verðskuldaða athygli fyrir einstaklega góða dönskukunnáttu en sökum þess að gestirnir voru norrænir þá lá beinast við að kynna dagskrána á dönsku. Það var ekki á mæli hans að heyra að hér væri Íslendingur á ferð, slík var lipurðin.

SH1309057603-06

ÓLAFUR HINN DANSKI: Ólafur Egill æfir sig í dönsku þegar hann heimsækir tengdó.

Morsomt  „Ég á tengdamóður, Guðrúnu Theódóru sellóleikara, sem er búsett í Danmörku. Við konan mín, Ester Thalía, förum þangað á hverju sumri og höfum gert í fjölmörg ár. Ég æfi dönskuna þar. Ég var í flugfreyjudeildinni í MR og lagði stund á tungumál og fékk þar góðan grunn í dönskunni,“ segir Ólafur aðspurður um dönskukunnáttu sína.

Dönsk tengdadóttir Íslands, Charlotte Böving, var einnig kynnir á hátíðinni og var hún Ólafi innan handar með framburð og texta.

 

„Ég þurfti að læra þetta utan að, ég er ekki alveg svona spontant á dönsku. Þetta var skemmtilegt og gekk bara vel.“

SH1309057603-05

LÍKAR VEL VIÐ DANI: Ólafi og fjölskyldu hans líkar vel við allt sem danskt er, bæði smurbrauð og jólin.

Ólafur er þessa dagana margra manna maki í leikhúsinu. Hann leikur í Heimkomunni og Hróa hetti í Þjóðleikhúsinu og leikstýrir verkinu Hysteríu í Borgarleikhúsinu en það verk sló svo rækilega í gegn að settar voru upp aukasýningar.

 

„Þetta hefur verið ágætistörn síðustu misserin, nú förum við að huga að jólunum. Við höfum oft dvalið í Danmörku yfir jól og líkar það sérstaklega vel. Í rauninni elskum við allt sem danskt er, sumarið, jólin, fólkið og smurbrauðið. Ég hef enn ekki fengið boð um að leika á dönsku en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Vissulega höfum við fjölskyldan skoðað möguleika að flytja út eins og allt fólk á okkar aldri. Kannski verður það einhvern tímann en þar til læt ég smurbrauðið duga og hugsa vinalega til frænda vorra í Danaveldi,“ segir Ólafur sem gæti tekið upp viðurnefnið hinn danski.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts