Margrét Pála Ólafsdóttir (58) og Lilja Sigurðardóttir (43) gefa út bækur fyrir jólin:

tengdapabbi

LITRÍKUR: Sigurður Hjartarson stofnaði Hið íslenska reðursafn. Safninu var ekki hugaður langur starfstími til að byrja með en er í dag feykilega vinsælt meðal ferðamanna og einstakt í veröldinni.

Samstíga Sambýliskonurnar, frumkvöðullinn Margét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, og rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir eru báðar með í jólabókaflóðinu í ár. Lilja sem hefur getið sér gott orð sem spennusagnahöfundur sendir frá sér Gildruna, æsispennandi sakamálatrylli sem segir frá baslieinstæðrar móður og eiturlyfjasmygli. Sambýliskona hennar, Margrét Pála, er á öðrum nótum en bók hennar fjallar um uppeldi og nefnist Gleðilegt uppeldi – góðir foreldrar.
Margrét Pála er laus við tepruskap þegar hún ræðir um sín hjartans mál en það er tengdafaðir hennar einnig. Áhugamál hans þótti nokkuð óvenjulegt á sínum tíma en hann stofnaði Hið íslenska reðursafn. Þegar Sigurður Hjartarson stofnaði safnið á sínum tíma olli það nokkru fjaðrafoki og þótti í meira lagi sérkennilegt. Safnið starfaði áður á Húsavík en er í dag starfrækt í Reykjavík og nýtur mikilla vinsælda á meðal ferðamanna.
Lilja er greinilega umkringd frumkvöðlum sem setja mark sitt á samfélagið.

Séð og Heyrt – fylgist með!

 

 

Related Posts