Meðal leikara í myndinni eru Samuel L. Jackson og Kurt Russell:

Um helgina hófust tökur á nýjustu mynd Quentin Tarantino í Colorado. Um kúrekamynd er að ræða undir heitinu “The Hateful Eight”. Meðal leikara í myndinni má nefna Samuel L. Jackson, Kurt Russell, Jennifer Jason Leigh og Michael Madsen.

Í frétt um málið á vefsíðu Hollywood Reporter segir að myndin gerist um áratug eftir að Borgararstríðinu lauk í Bandaríkjunum og fjallar um hóp fólks af misjöfnu sauðahúsi sem leitar skjóls undan blindbyl á stoppistöð fyrir hestavagna. Fólkið fær það fljótt á tilfinninguna að ekki muni allir ná á áfangastað sinn.

VÍGALEGUR: Meðal leikara er gamla brýnið Kurt Russell sem hér sést í búðarferð í Aspen Colorado ásamt Goldie Hawn eiginkonu sinni.

VÍGALEGUR: Meðal leikara er gamla brýnið Kurt Russell sem hér sést í búðarferð í Aspen Colorado ásamt Goldie Hawn eiginkonu sinni.

Tarantino skrifar handritið að myndinni og leikstýrir henni. Á síðustu metrunum fyrir tökur bættust þrír leikarar í hópinn en öll léku þau í Django Unchained. Þetta eru Lee Horsley, Craig Stark og Belinda Owino.

Related Posts