Elva Hrund Ágústsdóttir (37) elskar Frank Hvam (45) og Casper Christensen (47):

Klovn

HRESSIR: Klovn-bræðurnir Frank og Casper voru hressir þegar Elva Hrund náði tali af þeim.

 

Frank Hvam og Casper Christensen mættu á forsýningu nýjustu myndar þeirra, Klovn Forever, í Háskólabíói. Elva Hrund Ásgeirsdóttir náði af þeim tali og spurði þá spjörunum úr en Elva er mikill aðdáandi trúðanna og naut hverrar mínútu með þeim.

Klovn

GÓÐAR SAMAN: Mæðgurnar Sóley Rún og Margrét Þorvaldsdóttir skemmtu sér vel.

 

Eru Íslendingar skrítið fólk?

 

Casper: Íslendingar eru frábært fólk, við höfum komið nokkrum sinnum til landsins og erum alltaf jafnheillaðir.

Frank: Mér finnst fólkið vera sjarmerandi og kunna að njóta sín. Í Danmörku er talað um að „hygge“ þegar maður vill gera vel við sig og Íslendingar eru alveg að ná þessari merkingu.

Klovn

FLOTTIR BRÆÐUR: Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, ásamt bróður sínum og einum vinsælasta útvarpsmanni landsins, Ívari Guðmundssyni.

 

Hafið þið smakkað skyr?

 

Casper: Nei, það hef ég aldrei smakkað. En ég hef smakkað Hlöllabáta og þeir eru mjög góðir.

Frank: Ég borða mikið af skyri, enda selt út um alla Danmörku. Í raun hefur allt þetta skyrát mótað þennan kropp.

 

Klovn

GLÆSILEG SAMAN: Bryndís Hera Gísladóttir og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson eru svo sannarlega glæsilegt par.

 

Hafið þið séð íslenskar kvikmyndir?

Casper: Ég hef enga séð, Frank verður að fylla upp í hérna fyrir mig.

Frank: Já, ég hef séð myndina Bakk með Gunnari Hanssyni, gef henni góða dóma.

 

Klovn

FLOTT: Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans, Gígja Tryggvadóttir, létu sig ekki vanta.

Hafið þið séð álfa á Íslandi?

 Casper: Því miður hef ég ekki séð neina enn sem komið er.

Frank: Nei, en þú kemst eins nálægt því og hægt er.

 

Klovn

GÓÐIR VINIR: Vinirnir Björn Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Senu, og Ester Andrésdóttir.

 

 

Gætuð þið hugsað ykkur að búa á Íslandi?

 Frank: Það gætum við alveg hugsað okkur. Við vorum reyndar mjög nálægt því að kaupa okkur íbúð fyrir nokkrum árum á Vatnstíg í Reykjavík. Við gengum þar fram hjá í dag og slógum okkur í höfuðið fyrir að hafa ekki látið verða af kaupunum. En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni.

 

 

Klovn

SELFIE: Frank og Casper voru meira en lítið til í að hlaða í eina sjálfu með Helenu Reynisdóttur og Ívari Elí.

 

ÿØÿágTExif

FALLEGT PAR: Sölvi Snær og Kristín Ásta eru flott saman.

Klovn

STUÐ: Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri hjá Senu, skemmti sér vel með trúðunum.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts