Einu sinni var…Ungfrú Ísland:

Það er fjölbreyttur hópur sem tekur þátt í keppninni Ungfrú Ísland. Nokkrar af frambærilegustu konum landsins hafa verið á meðal þátttakenda í áranna rás.

Flottar og frambærilegar „Ég var ung þegar ég tók þátt í keppninni, ég var 17 að verða 18. Eftir á hefði ég gjarnan viljað sleppa þessu,“ segir Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Útgerðarkonan

Karen Kjartansdóttir

HRESS OG KÁT: Fyrrum sjónvarpsstjarnan og nú samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Karen Kjartansdóttir, tók þátt í Ungfrú Suðurland árið 1998.

„Þegar ég tók þátt þá voru enn þá sundbolir. Lengi vel þá skammaðist ég mín fyrir þátttökuna en núna er þetta bara fyndið og skemmtilegt. Þetta kenndi mér að stundum tekur maður skrýtnar ákvarðanir og þarf að takast á við þær og læra að hafa húmor fyrir hlutunum. Ég set mig alls ekki upp á móti fegurðarsamkeppnum en þetta var ekki fyrir mig. Ég efast ekki um að stúlkurnar sem taka þátt núna séu flottar og hæfileikaríkar og ég vona að þær hafi gaman af þessu. Þær þurfta að muna að þær eru rosalega flottar, sama hvað kemur út úr keppninni.“

Systir Sigmundar Davíðs

Karen Kjartansdóttir

FANN SIG EKKI: Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, athafnakona og systir forsætisráðherra, fann að keppnin var ekki fyrir sig.

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, systir Sigmundar Davíðs forsætisráðherra, tekur í sama streng en hún var keppandi í Ungfrú Reykjavík. „Ég tók þátt því Dísa í World Class sá um þjálfun keppenda og ég hafði mikinn áhuga á líkamsrækt. Þegar leið á keppnina fann ég að þetta var ekki fyrir mig og mig langaði til að hætta en ég hélt samt áfram. Það er fullt af flottum stelpum sem taka þátt í þessari keppni og meirihlutinn af þeim öflugar og með bein í nefinu. Ég skammast mín alls ekki fyrir þetta í dag en vil meira vera tengd við hluti sem ég hef gert í viðskiptalífinu heldur en þessa keppni.“

Ella - Elínrós Lingdal og Jón Ólafsson

HEFUR GERT ÞAÐ GOTT: Tískudrottningin Elínrós Líndal tók þátt í Ungfrú Ísland árið 1992 en hún hafði unnið keppnina Ungfrú Suðurnes.

 

Guðný Helga herbertsdóttir *** Local Caption *** Guðný Helga herbertsdóttir

ALLTAF JAFNFLOTT: Guðný Helga Herbertsdóttir lenti í öðru sæti í Ungfrú Ísland árið 1997.

Related Posts