Helgi Hrafn Gunnarsson (35) þingmaður og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir (33) lögfræðingur:

Þau láta í sér heyra og berjast kröftuglega fyrir því sem þau vilja fá framgengt. Systkinin Helgi Hrafn og Arndís Anna eru málefnaleg, þau hafa verið áberandi í þjóðmálaumræðunni undanfarið.

Hjartað á réttum stað   Helgi Hrafn er Pírataforingi og án efa eitt óvæntasta útspil í íslenskum stjórnmálum. En Píratar eru nú langvinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og virðist ekki vera neitt lát á þeim vinsældum. Helgi Hrafn þykir fylginn sér og rökfastur og snertir á málum sem aðrir vilja ekki ræða. Hann er án efa einn að framtíðarleiðtogum Íslands.

Arndís Anna, yngri systir hans, er lögfræðingur að mennt. Hún er sérfræðingur á sviði mannréttinda og starfar sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum. Arndís Anna hefur verið áberandi að undanförnu þegar málefni albanskra hælisleitenda komst í hámæli. En hún var lögfræðingur fjölskyldunnar sem var flutt úr landi í skjóli nætur en það mál sneri íslensku þjóðinni á hvolf. Arndís Anna er einnig í hljómsveitinni Grúsku Babúsku, skemmtilegri kvennahljómsveit sem flytur eigin tónsmíðar.

 

Related Posts