Hugrún Birta Egilsdóttir

GÓÐAR SAMAN: Hugrún og Ingibjörg eru systur og góðar vinkonur.

Hugrún Birta (19) æfir frjálsar:

Góðar vinkonur „Ég skráði mig í keppnina til að upplifa og læra nýja og skemmtilega hluti,“ segir Hugrún Birta Egilsdóttir. Hugrún er systir Ingibjargar Egilsdóttur sem varð í öðru sæti í keppninni Ungfrú Ísland árið 2008 og fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú heimur árið 2009. Amma Hugrúnar var einnig fegurðardrottning og hlaut titilinn fegurðardrottning Reykjavíkur árið 1959, þannig að það er augljóst að fegurðin er í genunum.

„Ég stunda nám á íþróttabraut, í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég er í frjálsum íþróttum í fjölþraut. Ég skrifaði nýlega undir samning við FH þannig að það eru spennandi tímar fram undan.“

Hugrún fylgdist vel með systur sinni þegar hún tók þátt í keppninni. „Ég hef haft mikinn áhuga á keppninni og sérstaklega eftir að Ingibjörg tók þátt í henni. Hún hvatti mig mikið til að skrá mig, enda fékk hún mörg tækifæri út af keppninni. Hún hefur gefið mér alls konar ráð eins og að vera alltaf ég sjálf og vera hreinskilin.“

Hugrún segir þær systur vera miklar vinkonur. „Ég er rosalega lánsöm að eiga hana sem systur og hún hefur verið mín stærsta fyrirmynd og hefur kennt mér margt. Hún stendur með mér í einu og öllu. Við erum líkar að mörgu leyti, við erum með sama húmor og eigum sama áhugamál.“

Hugrún er spennt fyrir keppninni. „Ég er ekki stressuð heldur bara spennt. Undirbúningurinn gengur vel og ég lít björtum augum á það sem er fram undan.

Hugrún Birta Egilsdóttir

SPENNT: Hugrún Birta er spennt fyrir keppninni.

Ingibjörg Egilsdóttir Ingibjörg Egilsdóttir *** Local Caption *** Ingibjörg Egilsdóttir Ingibjörg Egilsdóttir

Ingibjörg Egilsdóttir varð í öðru sæti í keppninni Ungfrú Ísland árið 2008 og fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú heimur árið 2009.

Hugrún Birta Egilsdóttir

DUGNAÐUR: Hugrún stundar frjálsar íþróttir af kappi.

Related Posts