Maríus Sverrisson söngvari (41) hress á Týsgötu:

Fljúgandi frá Vín Listahátíð í Reykjavík er árlegur vorboði og margir skemmtilegir listviðburðir fóru af stað sem vert er að sjá. Listakonan Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir var ein þeirra sem opnaði sýningu á verkum sínum. Sýning hennar kallast Holning og var opnunin í galleríinu Týsgötu. Vinur hennar, Maríus Sverrisson, stjórnaði söng við opnunina við mikinn fögnuð viðstaddra. Maríus hefur að mestu dvalið í Vínarborg en lætur sitt ekki eftir liggja á listasviðinu þegar hann er á landinu. Maríus er sonur kórstjórans landsfræga, Margrétar Pálmadóttur.

Related Posts