Ása Ástardóttir (29) lætur drauminn rætast:

 

Ása Ástardóttir er einn mesti aðdáandi Eurovision fyrr og síðar. Hún lætur sér þó ekki nægja að horfa heima í stofu heldur er draumurinn að taka þátt. Nú lætur hún drauminn rætast og tekur þátt í undankeppninni í Sviss.

Ætlar alla leið „Eurovision er stóri draumurinn minn og hefur alltaf verið,“ segir skemmtikrafturinn Ása Ástardóttir en hún freistar nú gæfunnar og keppir um að senda framlag Sviss til Eurovision þetta árið.

Ása hefur áður reynt að komast í Eurovision og þá fyrir Íslands hönd. „Forkeppnin á Íslandi er frekar gamaldags og alltaf sama fólkið sem tekur þátt. Í Sviss fær almenningur að kjósa frá byrjun, það er það sem gerir hana svona spennandi og sérstaka.“

Related Posts