Sverrir Agnarsson, nýfallinn foringi múslima á Íslandi, er að flytja til Kúwait þar sem hann ætlar að koma sér fyrir í samfélagi sem er honum að skapi.

„Þarna er frábært samfélag og þarna eru menn dálítið líkir Dalamönnum; heiðarlegir sveitamenn,“ segir Sverrir en hann var í sveit í Dölunum sem krakki og þekkir því til.

„Ég stefni að því að vera komin út fyrir jól og ætla að vinna þarna við að ganga frá ævisögu minni sem er langt komin,“ segir Sverrir sem var felldur í formannskosningu í Félagi múslima fyrir skemmstu.

Related Posts