Ástralski sverðgleypirinn Lucky Hell var heiðursgestur Icelandic Tattoo Expo enda vel við hæfi þar sem líkami hennar er fagurlega flúrað listaverk. Hún dæmdi í „pin-up“-keppni hátíðarinnar og sýndi eggjandi tilþrif síðar um kvöldið þegar hún steig á svið og gleypti sverð af slíkri list að þeir sem á horfðu munu seint gleyma því.

Related Posts