Kjúklingaréttur Tso hershöfðingja 

 

Kjúklingur:
500 g úrbeinuð kjúklingalæriKjúlli
¾ bolli kornsterkja
½ teskeið salt
½ teskeið svartur pipar
3 bollar af grænmetisolíu til
djúpsteikingar
1 matskeið hnetuolía til steikingar
8 heilir, þurrkaðir chili-belgir
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 teskeið hvít sesamfræ
2 vorlaukar, fínt skornir

Kjúlli

 

Marinering:
1 matskeið sojasósa
1 matskeið hrísgrjónavín eða þurrt
sérrí
2 eggjahvítur
1 teskeið salt

 

Sósa:
½ bolli kjúklingasoð
1 ½ matskeið tómatmaukKjúlli
2 matskeiðar sojasósa
2 matskeiðar hrísgrjónaedik
2 teskeiðar Hoisin-sósa
1 teskeið chili mauk
1 teskeið sesamolía
2 matskeiðar sykur
2 teskeiðar kornsterkja

 

Aðferð:
1. Skerið kjúklinginn í tveggja til
þriggja cm bita

2. Útbúið marineringuna í stórri skál,
veltið kjúklingabitunum upp úr henniKjúlli
og látið bíða í 15 mínútur.

3. Útbúið sósuna í lítilli skál, blandið
vel saman og setjið til hliðar.

4. Blandið kornsterkju, salti og
pipar saman í stórri skál. Takið
kjúklingabitana úr marineringunni og
veltið upp úr þurrblöndunni.

5. Hitið 3 bolla af olíu á 180°C á
wok-pönnu og steikið kjúklinginn í
litlum skömmtum í 4-5 mín., eða þar tilKjúlli
hann er fallega gullbrúnn og eldaður
í gegn. Leyfið olíunni að leka af og
þerrið með pappír.

6. Hellið úr pönnunni og þerrið með
pappír (ekki þvo pönnuna). Hitið á
nýjan leik og steikið chili og hvítlauk
upp úr hnetuolíu í um 20 sekúndur.
Hellið sósunni út á og hrærið á
meðan hún þykknar, í um 1-2 mín.Kjúlli

7. Bætið kjúklingnum við, hrærið vel
til að þekja allt. Skreytið með hvítumKjúlli
sesamfræjum og vorlauk. Berið strax
fram með hrísgrjónum og spergilkáli

 

 

 

kjúlli

 

Texti og myndir: Rafael Pinho

 

 

 

Related Posts