Andri Snær Magnason (42) fílar Illsku:

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason skellti sér á frumsýningu Illsku og var vægast sagt ánægður með útkomuna. Andri Snær hefur mikinn áhuga á leiklist og finnst leikarar Illsku vera frábærir og þá sérstaklega Sveinn Ólafur Gunnarsson sem fór á kostum.

 

GLÆSILEG SAMAN: Andri Snær og Margrét Sjöfn Torp skemmtu sér vel á Illsku.

GLÆSILEG SAMAN: Andri Snær og Margrét Sjöfn Torp skemmtu sér vel á Illsku.

Frábær „Sýningin kom mér mikið á óvart, ég hefði aldrei búist við því að það væri hægt að sviðsetja svona stóra bók, svona vel. Þetta tókst alveg frábærlega vel. Leikararnir stóðu sig öll alveg frábærlega en Sveinn Ólafur Gunarsson stóð upp úr hjá mér, hann var stórkostlegur. Þetta er einn eftirminnilegasti karakter sem ég hef séð á sviði. Ég vil bara sjá hann fá Grímuna fyrir þetta. Ég keypti algjörlega hlutverkið hans, hann sýndi þessa mannlegu hlið sem gerði hlutverk hans alveg frábært,“ segir Andri.

FJÖR: Guðmundur Jörundsson og unnusta hans, Anika Baldursdóttir, létu sig ekki vanta, enda hannaði Guðmundur búningana í sýningunni.

FJÖR: Guðmundur Jörundsson og unnusta hans, Anika Baldursdóttir, létu sig ekki vanta, enda hannaði Guðmundur búningana í sýningunni.

Andri Snær er mikill áhugamaður um leiklist og reynir eftir fremsta megni að sjá sem flestar sýningar.

Ég reyni að fara eins mikið og ég get í leikhús. Ég hef mikinn áhuga á þessu og hef meðal annars sjálfur skrifað leikrit. Ég er yfirleitt mjög heillaður af Íslenska dansflokknum, þau eru alveg frábær. Þorleifur Örn hefur einnig verið að gera frábæra hluti síðustu ár. Ég var samt mest snortinn, svona síðustu ár, af verkinu eftir bókinni hennar Auðar Jónsdóttir, Fólkinu í kjallaranum. Það er það verk sem hefur snert mig mest svona í seinni tíð.“

TVEIR TÖFF: Viðar Eggertsson, fyrrverandi leikhússtjóri Útvarpsleikhússins, og maður hans, Sveinn Kjartansson, meistarakokkur, mættu í langflottasta dressinu.

TVEIR TÖFF: Viðar Eggertsson, fyrrverandi leikhússtjóri Útvarpsleikhússins, og maður hans, Sveinn Kjartansson, meistarakokkur, mættu í langflottasta dressinu.

 

GAMAN SAMAN: Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans, Gígja Tryggvadóttir, skemmtu sér vel.

GAMAN SAMAN: Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans, Gígja Tryggvadóttir, skemmtu sér vel.

Forsetaefni

Andri Snær er landsþekktur einstaklingur og margir sem vilja fá hann í forsetaframboð. Andri Snær segist halda öllum möguleikum opnum.

„Þið voruð nú búin að setja mig í kjólföt og allt,“ segir Andri og hlær.

„Eigum við ekki bara að segja að ég sé enn þá að rannsaka þetta. Ég hef hugsað út í það hvort maður ætti að taka slaginn, í lýðræðisríki ber, held ég, öllum skylda til að íhuga það mál.“

SKEMMTU SÉR: Árni Gunnarsson, fyrrverandi fréttamaður og alþingismaður, og eiginkona hans, Hrefna Filippusdóttir, voru líka í leikhúsinu.

SKEMMTU SÉR: Árni Gunnarsson, fyrrverandi fréttamaður og alþingismaður, og eiginkona hans, Hrefna Filippusdóttir, voru líka í leikhúsinu.

 

GLEÐI: Bergsteinn Sigurðsson og leikkonan Vigdís Másdóttir ljómuðu saman af ánægju.

GLEÐI: Bergsteinn Sigurðsson og leikkonan Vigdís Másdóttir ljómuðu saman af ánægju.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts