Emil Þór Sigurðsson (62) og Arndís Halla (46) skemmtu sér með Íslendingum í Sviss:

Söngkonan Arndís Halla og ljósmyndarinn Emil Þór Sigurðsson skelltu sér á Íslandsdag í Sviss. Það var margt um manninn og stemningin á svæðinu var eins og best verður á kosið. Þjóðþekktir Íslendingar litu við en IslandProTravel hélt þessa vel heppnuðu kynningu.

Ísland er best Það var frábær stemning á Íslandsdeginum sem haldinn var í bænum Jona í Sviss. Rithöfundurinn og forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason var meðal þeirra sem héldu fyrirlestur sem og grínistinn og rithöfundurinn Hugleikur Dagsson.

Gestir dagsins fengu að bragða á íslenskum mat og íslenskum bjór og það var mál manna, og þá sérstaklega Svisslendinganna, að bæði matur og drykkur hafi verið stórfenglegur. Aðalsteinn Hjartarson, sem rekur IslandProTravel í Sviss, var einstaklega ánægður með daginn og þá skemmdi ekki fyrir að óperusöngkonan Arndís Halla, sem hefur verið að gera það gott í Þýskalandi, mætti á svæðið en hún á fjölmarga aðdáendur í Sviss.

Sviss

ÞRÍR GÓÐIR: Emil Þór, rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Aðalsteinn Hjartarson hjá IslandProTravel skemmtu sér konunglega á Íslandsdeginum.

Sviss

FRÁBÆR STEMNING: Stemningin í Sviss var stórkostleg og það fór enginn í fýlu úr veislunni.

Sviss

SKELLIHLÆJANDI: Það sést bersýnilega á þessari mynd að fyrirlesturinn hjá Hugleiki var í fyndnari kantinum.

Sviss

HUGLEIKUR SELUR: Hugleikur Dagsson hélt fyrirlestur á deginum og var einnig með skemmtilegan varning frá sér til sölu.

Sviss

VINSÆL: Þessar ungu dömur mættu á Íslandsdaginn til að fá eiginhandaráritun hjá stórsöngkonunni Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur.

ÿØÿá= Exif

ÁFRAM ÍSLAND: Óperusöngkonan Arndís Halla og þýski ljósmyndarinn Peter Gebhard skemmtu sér vel saman en Peter hefur margoft myndað á Íslandi og segist vera algjörlega ástfanginn af landinu.

Sviss

SKRIFA TAKK: Það var nóg að gera hjá Andra Snæ því ekki nóg með það að hann hafi haldið fyrirlestur þá voru margir sem báðu hann um að árita bók sína.

Séð og Heyrt fer stundum til Sviss.

Related Posts