Magnús Magnússon (50) var dansstjóri kvöldsins:

Þær kunna að skemmta sér skvísurnar í Garðabæ. Löng hefð er fyrir kvennakvöldi Stjörnunnar sem er ávalt vel sótt og þar er engin afsláttur gefin á stuðstaðlinum.Söngkonan Hera Björk sýndi á sér skemmtileg hlið og var með kennslustund úr Daður og gliðruskólanum sem sló rækilega í gegn. Maggi diskó frá Diskotekinu Dísa sá til þess að skvísurnar myndu ekki sitja kyrrar. Sannarlega vel heppnað og frábært kvöld í Garðabænum.

Tjútt „Þær voru dannaðar, kurteisar, og skemmtilegar skvísurnar. Það er aldrei leiðinlegt að koma þessu dömum út á gólfið,“ segir Magnús Magnússon  sem var titlaður dansstjóri kvöldsins, en hann mætti með Diskótekið Dísu sem er ávísun á verulega fjörugt kvöld.

P1140641

DANSSTJÓRINN Í FAÐMI KVENNA: Magnús Magnússon frá Diskótekinu Dísu var dansstjóri kvöldsins. Hann þeytti skífum langt fram eftir kvöldi.

 

ALLT Í SVART HVÍTU: Stjörnukonur eru vanari að klæðast bláum búningum, en þær eru líka glæsilegar í svörtu og hvítu sem var þema kvöldsins.

 

P1140621

GOLDEN GIRLS: Þessar skvísur léku handbolta með Stjörnunni á árum áður og halda enn hópinn. Þær láta sig aldrei vanta.

P1140625

SKÁL FYRIR ÞER: Það var geggjuð stemmning í Garðabænum á kvennakvöldi Stjörnunnar.

 

Lesið Séð og heyrt á hverjum degi.

Related Posts