VI1412185433_004

Fullt nafn: Lovísa Anna Pálmadóttir. Aldur: 34 ára. Starfsheiti: Markaðsstjóri Bestseller á Íslandi. Maki: Gunnar Örvar Helgason. Börn: Brynjar Helgi, 8 ára, og Anna Rakel, 3 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Áhugamál: Tíska, útivist og þá sérstaklega skíðin, góður matur, hreyfing og að sjálfsögðu er fjölskyldan og vinir alltaf í fyrsta sæti. 

Lovísa Anna Pálmadóttir (34) er byrjuð að skipuleggja sumarið:

Lovísa Anna Pálmadóttir er Garðbæingur í húð og hár og starfar sem markaðsstjóri smásölufyrirtækisins BESTSELLER. Auk þess er hún gift og tveggja barna móðir og rekur Gallerí List í Skipholti ásamt eiginmanni sínum. BESTSELLER starfrækir ellefu verslanir í Kringlunni og Smáralind undir vörumerkjum Vero Moda, VILA, Jack&Jones, SELECTED, Name It og Outfitters Nation. „Þetta er ótrúlega skemmtilegur bransi og það er alltaf líf og fjör. Vinnan þessa dagana fer mest í að undirbúa sumarið sem og næstkomandi haust, þó svo að jólin séu rétt liðin,“ segir Lovísa.
Lovísa segist oftast vera í kjól því það sé svo auðvelt að poppa þá upp. Annars segir hún sinn persónulega stíl vera frekar klassískan. „Ég geng mikið í svörtu, eins og svo margir Íslendingar, en elska öll smáatriði og mér finnst rosalega gaman að kaupa mér flíkur sem eru klassískar en með einhverju smá extra. Ég er mikið fyrir skart og passa mig að velja skart við öll tækifæri; flott hálsmen, eyrnalokkar og fallegt úr getur skipt sköpum.“

 

Uppáhaldsflíkin mín er án nokkurs vafa dásamlegi leðurjakkinn minn, hann keypti ég í VILA í fyrra og hef varla farið úr honum. Hann er síður, smá „biker-lúkk“, og alveg meiri háttar flottur við allt, hvort sem er gallabuxur eða kjól. Ég var búin að bíða eftir honum í nokkrar vikur þegar hann loksins kom í hús. Ég bað stelpurnar um að taka einn frá fyrir mig en fékk símtal tíu mínútum síðar þar sem þær sögðu mér að þær væru búnar að selja jakkann. Það komu bara tólf stykki og þeir bókstaflega seldust upp úr kössunum. Mig langaði að gráta en ég vissi að það var einn kassi ókominn til landsins og var fljót að stökkva á hann þegar hann kom.

 

Sú flík sem hefur mesta tilfinningagildið er hins vegar brúðarkjóllinn. „Við mamma keyptum hann í ótrúlega fallegri brúðarkjólaverslun í London. Við fórum saman í fimm daga til London; fundum þennan dásamlega kjól og skemmtum okkur svo vel. Ég mun lifa á þessari ferð það sem eftir er. Nú hangir hann á svefnherbergishurðinni minni og mun örugglega gera það eitthvað áfram.

 

VI1412185433_001

BESTU KAUPIN: Bestu kaupin í fataskápnum þessa dagana er Object-kápan mín. Ég keypti hana í VILA um daginn og hún er svo rosalega flott og hlý, enda úr ull. Ég á eftir að passa þessa extra vel.

VI1412185433_003

KLASSÍSKUR: Það verða allar konur að eiga að minnsta kosti einn flottan svartan jakka. Ég á nokkra en nota SELECTED-jakkann minn mest. Það er geggjað efni í honum og hann er léttur, þægilegur og passar við allt. Það er svo gott að eiga einn svona sem gengur alltaf og reddar manni þegar maður er í tímaþröng og þarf að skella sér í eitthvað flott í hvelli.

 

VI1412185433_002

GEGGJAÐ MYNSTUR: Eins verð ég að nefna nýja Vero Moda-kjólinn sem ég var að kaupa mér það er svo geggjað mynstur í honum, passar við allt og við öll tækifæri.

 

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir
Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Related Posts