Sveinn Andri Sveinsson (51) skemmtir sér yfir forsætisráðherra:

Fátt er jafn mikið rætt og umdeilt í dag en viðhafnarviðtal DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Facebook logar og mörgum finnst ráðherrann hafa tekið stórkostlega u-beyju í viðhorfi sínu til blaðsins en á meðan fyrri eigendur átti DV vildi hann sem minnst af blaðinu vita og helst ekki við það tala.

Nú er öldin önnur og Sigmundur Davíð tjáir sig við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um hin ýmsu mál af miklum móð. Innihaldið og boðskapurinn fara þó misvel í fólk en lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er einn þeirra sem sér spaugilegu hliðina á þessu og segir:

„Að lesa viðtal við forsætisráðherra er eins og að horfa á mynd um Svamp Sveinsson. “ undir þetta kvittar Sveinn Andri síðan með #‎sýra‬.

Related Posts