Taldi hlutinn færa sér gæfu:

FÁTÆKUR SJÓMAÐUR FINNUR PERLU

Happagripur! Fátækur sjómaður frá Fillipseyjum svaf með perlu undir rúminu sem nú er metin á um 11,7 milljarða króna. Árið 2006 lenti sjómaðurinn í stormi úti á hafi og kastaði fram akkeri á meðan óveðrið reið yfir. Þegar hann dró akkerið upp fylgdi því skelfiskur og inni í honum var stærðarinnar perla. Hann vissi ekkert hvaða hlutur þetta var enda alltof stórt til að vera perla. Þar sem hann lifði af storminn taldi hann þó að hluturinn færði honum gæfu og ákvað að setja hann undir rúmið sitt.

6268110-pearl-1-1472043317-650-90592a2477-1472302769

Þegar hann þurfti að flytja nýlega ákvað hann að geyma happagripinn hjá frænku sinni sem vann hjá ferðaskrifstofu í bænum. Hún fór að forvitnast um gripinn og komst að því að hér um að ræða stærstu perlu sem hefur fundist. Perlan er 34 kíló en sú sem var áður stærst er 14kg og metin á milljarða króna.

f-pe22222arl-a-20160826-870x580

Sjómaðurinn lánaði perluna á sýningu í bænum en er ennþá eigandi hennar. Perlan fer á uppboð og þá verður sjómaðurinn ríkari en hann hefði getað látið sig dreyma um að verða. Það er því óhætt að segja að perlan hafi fært honum gæfu og nóg af peningum til að sofa vel þó hann sofi ekki lengur á 11,7 milljörðum.

Sjómenn lesa Séð og heyrt!

 

Related Posts