Susan Haslund sló eftirminnilega í gegn á Íslandi:

Susan Haslund baðaði sig og skemmti Íslendingum fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Susan kom reglulega til landsins á árunum 1974-1981 og baðaði sig fyrir framan fólk en hún var eflaust þekktust fyrir atriði sitt þar sem hún skellti sér í „minnsta bað í heimi“ en Susan baðaði sig upp úr litlum bala og gerði vel.

Susan-Fors.Samúels.SAMmynd Loftur Ásgeirsson

FORSÍÐAN: Hér má líta forsíðu Samúels frá júlí 1977, óhætt er að segja að blaðið seldist vel.

 

Rennblaut Umboðsmaðurinn Ámundi Ámundason flutti Susan inn eins og hvert annað skemmtiatriði  en hann vill ekki tjá sig um ævintýrið í dag enda langt um liðið síðan Susan fór síðast í bað á hans vegum.

Susan Haslund kom fram á dansleikjum víða um land, hitaði upp fyrir hljómsveitir og baðaði sig í bala á sviði í pásum. Hún fyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru og fólk kom langt að til að sjá hana baða sig.

Þrátt fyrir ítarlega leit hefur ekki tekist að hafa uppi á Susan Haslund í Danmörku til að forvitnast um hagi hennar í dag og baðvenjur en verið getur að hún hafi skipt um eftirnafn við hjúskap en það torveldar að sjálfsögðu leitina.

 

ImageHandler (3)

HANDKLÆÐI TAKK: Þegar giggið er búið þá er ráð að þurrka sér.

Susan 3-SAMmynd MHj.

ALLIR Í BAÐI: Susan ferðaðist um landið og baðaði sig á hinum ýmsu stöðum.

susan76

AUGLÝSINGIN FRÆGA: Hér má líta auglýsingu í Morgunblaðinu frá árinu 1977.

Susan 2 -SAMmynd MHj

RENNANDI: Susan lætur íslenska vatnið renna á milli fingra sér.

Lesið nýjasta Séð og Heyrt í dag!

Related Posts