Stórleikkonan Geena Davies heimsótti okkur og messaði yfir konum í Hörpu svo undir tók. Hressandi að heyra nýjan tón í kvennaumræðunni sem einkennist ekki af öfgum, upphrópunum og karlfyrirlitningu.

Geena hefur rannsakað kynjaskiptingu í bandarískum kvikmyndaiðnaði og þá ekki síst í teiknimyndum fyrir börn þar sem flestar fígúrurnar eru karlkyns og hafa verið frá upphafi. Geena nýtir sambönd sín í bransanum til að koma þessu vanhugsaða fyrirkomulagi á framfæri og fær góða undirtektir, svo mjög að nú hefur Disney-samsteypan ráðið hana til að kynlaga allar fígúrur sínar í skemmtigörðum fyrirtækisins um víða veröld.

Það er ekki skrýtið að Geena Davis taki íslenskum kvenfrelsissystrum sínum fram í umræðunni því samkvæmt eldri fréttum hefur hún mælst með eina hæstu greindarvísitölu sem um getur og var á sínum tíma boðin þátttaka í klúbbi þeirra ofurgreindu sem starfar víst enn.

Þetta kann að skýra það að Geena Davis náði eyrum Íslendinga í góðu Kastljósviðtali sem tekið var upp í Hörpu þar sem kynjavandamálin voru krufin á svo skýran og einfaldan hátt að jafnvel harðsvíruðustu karlrembur skildu.

Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Geena Davis heillaði alla í kvikmyndinni Thelma og Louise og gerði lífið skemmtilegra um allan heim. Nú þegar árunum fjölgar og hlutverkunum fækkar heldur hún áfram að heilla með því að stýra viðkvæmri umræðu inn á þær brautir sem jafnvel karlmenn skilja – og það er ekki lítið afrek.

Geena Davis og Séð og Heyrt standa saman í baráttunni fyrir betri heimi þar sem lykilorðin eru einföld –

eir’kur j—nsson

að gera lífið skemmtilegra.

Eiríkur Jónsson

Related Posts