Sunna Rannveig Davíðsdóttir (30) er einstök:

Töff Sunna Rannveig Davíðsdóttir tryggði sér nýverið atvinnusamning í MMA fyrst íslenskra kvenna. Hún deilir áhuga sínum á MMA með ellefu ára dóttur sinni sem hefur einnig æft hjá Mjölni undanfarin ár og er helsti stuðningsmaður móður sinnar. Sunna hefur gengið í gegnum erfiðleika og áföll á lífsleiðinni en lætur ekkert stöðva sig og er frábær fulltrúi kvenna sem fylgja draumum sínum eftir. Sunna prýðir forsíðu Vikunnar að þessu sinni þar sem að hún deilir lífsreynslu sinni með  lesendum.

„Öll mín reynsla og allir þeir erfiðleikar sem ég hef gengið í gegnum hafa á sinn hátt gert mig að þeirri bardagakonu sem ég er í dag. Ég hef þurft að berjast alla mína ævi. Það hefur kennt mér mikið og gert mig þrautseigari og sterkari en ég var. Ég nota þessa hugsun þegar ég er í búrinu, það er sama þótt ég sé slegin niður þá stend ég upp aftur reynslunni ríkari.”

 

01 forsida

Related Posts