Söngvarinn Rob Cantor samdi hér ákaflega hresst og grillað lag með tilheyrandi tónlistarnúmeri sem segir söguna af mannætu að nafni ,,Shia LaBeouf“, en þarna er lauslega farið í gegnum ýktar sögur af leikaranum fræga… sem kýs þó að vera ekki lengur álitinn frægur ef marka má uppákomur hans síðustu misseri.

Framleiðslan og uppsetningin á laginu er undarlega tilkomumikil og hafa afar margir þegar deilt því sín á milli um netið og eflaust sungið með því.

Related Posts