Soffía Karlsdóttir (45) syngur lög Joni Mitchell:

joni

UPPÁHALD: Joni Mitchell er í uppáhaldi hjá mörgum og er lifandi goðsögn í heimi tónlistarmanna.

Soffía Karlsdóttir söngkona hélt tónleika til heiðurs söngkonunni Joni Mitchell. Hún fékk einvala lið söngvara og tónlistarmanna til liðs við sig. Tónleikarnir fóru fram í Peterson-svítunni í Gamla bíói og tókust feikivel.

Einlæg „Joni dregur fram æskuminningar, ég fékk Joni með móðurmjólkinni og hún hefur alltaf verið hluti af minni tilveru. Mamma hlustaði á hana þegar ég var krakki og hún var eins og hluti af heimilislífinu á Írabakkanum þar sem við bjuggum. Svo er ég endalaust stolt af því að eiga afmæli sama dag og hún, auðvitað er hún Sporðdreki,“ segir Soffía Karlsdóttir söngkona sem ætlar að endurtaka leikinn í sumar. 

 

peterson

DÝRMÆTT: Soffía Karlsdóttir og söngkonan Joni Mitchell eiga sama afmælisdag. Söngkonan er í sérstöku uppáhaldi hjá Soffíu. Sonur hennar, Karl Hjaltason, söng eitt lag með móður sinni.

 

„Ég leita alltaf í hennar tónlist og einnig í Cohen eftir innnblæstri, huggun eða styrk. Svo auðvitað því eldri sem ég varð, því betur skildi ég textana og þann boðskap sem lögum hennar fylgdi. Ég er að syngja lögin hennar fyrst núna því ég lagði ekki í að gera þetta fyrr, en mér finnst ég vera tilbúin og vonandi verð ég Joni og hennar listsköpun til sóma. Ég var með flott fólk með mér sem veit nákvæmlega hvað þetta skiptir mig miklu máli. Pálmi Sigurhjartar og Pétur Valgarð sjá um spilasnilldina og sem gestasöngvara hef ég Guðrúnu Árnýju systur, Ester Jökuls og Þórunni Clausen og svo er sonur minn, Karl Friðrik, með eitt lag,“ segir Soffía Karlsdóttir söngkona sem var alsæl eftir tónleikana.

 

peterson

FLOTTAR: Söngkonurnar Ester Jökulsdóttir og Þórunn Erna Clausen voru gestasöngvarar á tónleikunum.

 

Related Posts