Ágúst Bjarnason (37) varð fyrir sundáhrifum á RIFF:

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF er nú haldin í þrettánda sinn og var kvikmyndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach opnunarmynd hátíðarinnar. Sólveig háði baráttu við krabbamein á meðan á tökum myndarinnar stóð en hún lést í ágúst 2015. Sólveig lét þó veikindin ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sundáhrifin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut SACD-verðlaunin fyrir bestu myndina á frönsku í Director’s Fortnight-dagskránni.

 

Hreifst með „Myndin ætti að vera skemmtileg fyrir Íslendinga þar sem það tekst vel að gera grín að séríslenskum aðstæðum. Sólveig gerir þetta á frumlegan hátt og var mikið hlegið í salnum,“ segir Ágúst. En myndin var sýnd fyrir fullu húsi gesta í Háskólabíói, bæði aðstandendum myndarinnar, vinum og velunnurum RIFF og Sólveigar.

Myndin fjallar um Samir sem kynnist og verður yfir sig ástfanginn af sundkennaranum Agathe. Hann eltir hana alla leið til Íslands á ráðstefnu sundkennara þar sem Didda Jónsdóttir, Frosti Runólfsson og fleiri persónur blandast í leikinn. Ferðin hefur í för með sér kostulegar afleiðingar fyrir þau bæði. Svo illa fer að Samir verður fyrir rafstraumi, missir minnið og man hvorki eftir Agathe né ástinni sem hann ber til hennar – eða hvað?

„Ég var mjög hrifinn af myndinni og hló mikið að týpunum í henni. Sundáhrifin hafa virkað því ég hló svo mikið. Húmorinn er frumlegur og eftirminnilegar týpur, eins og til dæmis Didda og Frosti – Garún átti svo stórleik sem sundlaugavörður. Myndin spilar á  hjartastrengina og er greinilega gerð af ástúð og virðingu fyrir viðfangsefninu,“ segir Ágúst.

RIFF

FLOTT: Clara Lemaire Anspach, dóttir Sólveigar, leikstjóra Sundáhrifanna, var heiðursgestur sýningarinnar. Hún flutti stutta tölu og sagði að móðir sín hefði alltaf neitað að tala um myndirnar sínar áður en þær væru sýndar svo hún hélt í hefðina. Hér er hún ásamt Ágústi Bjarnasyni sem leikur aukahlutverk sem ástralskur sundþjálfari í myndinni.

RIFF

FAGMENN AÐ STÖRFUM: Margir einstaklingar sjá til þess að stórviðburður eins og RIFF gangi smurður. Þær Gyða Lóa Ólafsdóttir og Izzy Parkin sáu um að allir sem mættu væru með miða.

ÿØÿá³_Exif

FULLT FANG: Otto Tynes, markaðsstjóri RIFF, hafði í mörg horn að líta áður en kom að frumsýningu.

RIFF

FLUTT SAMAN: Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Sigríður Hjálmarsdóttir, dóttir séra Hjálmars Jónssonar, eru glæsilegt par og dugleg að sækja menningarviðburði saman.

RIFF

RITHÖFUNDUR Á RIFF: Vinkonurnar Kristín Júlíusdóttir og Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rithöfundur.

RIFF

RUGLFLOTTAR REYKJAVÍKURDÆTUR: Sylvía Dögg (Lovetank) Halldórsdóttir myndlistarkona, Kristín Þórhalla Þórisdóttir (Kidda Rokk), Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona og vinkonur þeirra mættu litríkar og töff.

RIFF

RAUÐKLÆDDA MÆR: Grace Achieng vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Ófærð, þáttaröð Baltasar Kormáks. Hún ann Íslandi og kærastanum.

RIFF

REFFILEG: Listmálarinn Baltasar Samper mætti ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu. Þau heilsuðu upp á Bryndísi Schram í anddyri Háskólabíós.

RIFF

FÍNAR FREYJUR: Helga Steffensen leikbrúðuhönnuður og Guðný Árdal, eiginkona Gísla Alfreðssonar, fyrrum þjóðleikhússtjóra, biðu spenntar eftir sýningunni.

RIFF

FRANSKUR GESTUR: Leikarinn og leikhússtjórinn Brontis Jodorowsky hélt „masterclass“ á RIFF og mætti að sjálfsögðu á opnunarmyndina. Hér er hann ásamt Vilborgu Halldórsdóttur leikkonu.

RIFF

FORSETARITARINN OG FRÚ: Örnólfur Thorsson og eiginkona hans, Margrét Þóra Gunnarsdóttir tónlistarkennari, biðu spennt eftir að sjá hvaða áhrif Sundáhrifin hefðu.

RIFF

FYRIRMYNDIR KVENNA: Hrönn Marinósdóttir stýrir RIFF með glæsibrag, en RIFF varð til sem hluti af litlu skólaverkefni hjá henni. Í ræðu sinni fjallaði Hrönn um hvernig kvikmyndir geta breytt heiminum en þema hátíðarinnar í ár er friður. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði hátíðina með ræðu þar sem hún talaði meðal annars um fyrirmyndir sínar í lífinu, þar á meðal ömmu sína og Frú Vigdísi Finnbogadóttur, og Eva Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Ragnheiðar.

RIFF

FLOTT FLJÓÐ: Systurnar Signý, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar, og Sesselja Pálsdóttir rithöfundur mættu í litríkum úlpum enda Kári farinn að blása allhressilega.

ÿØÿá·ÓExif

FANG FRÍÐRA FLJÓÐA: Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og Stuðmaður, var umvafinn fríðu kvenfólk, eiginkonu hans Birnu Rún Gísladóttur viðskiptafræðingi, Áslaugu Magnúsdóttur athafnakonu og Áslaugu Pálsdóttur almannatengli.

RIFF

FROSTI: Einn af aðalleikurum myndarinnar Frosti Runólfsson, sem leikur Frosta í myndinni, og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti.

RIFF

RÆÐA TÓNLISTINA: Vinirnir Ólafur Arnalds tónlistarmaður og Rakel Mjöll Leifsdóttir söngkona eru bæði að gera góða hluti í tónlistarheiminum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts