Þar sem ég er tiltölulega nýkomin úr námi þá hef ég ekki átt þess kost að fara oft í launað sumarfrí. Ég hef horft upp á foreldra mína taka sumarfrí og þá er gripið til allra ráða til að nýta fríið sem best svo að allir verði endurnærðir þegar þeir setjast fyrir framan tölvuskjáinn á ný.

Eitt sinn voru allar fjórar vikurnar teknar í sumarhúsi afa míns þar sem fullorðna fólkið flatmagaði á

Caucasian family of four posing together on beach.

GAMAN: Saman.

meðan við krakkarnir fengum að busla í sjónum á uppblásnum rándýrum gúmmíbátum þar sem við reyndum að veiða marglyttur með litríkum plastárum.

Önnur sumarfrí hafa verið tekin á Íslandi þar sem þessar fjórar vikur voru nýttar í það að leggja land undir fót og skoða gamla kofa eða rífa niður eldhúsinnréttingar og skipta um parket.

Nú er komin sá tími að ég sjálf þarf að taka sumarfrí. Ég horfi á sumarfrísdagana safnast upp eins og reikninga rétt fyrir mánaðarmót. Fyrr í mánuðinum fór ég reyndar í vikufrí til New York þar sem ég náði að eyða sex dögum af sumarfríinu í góðu yfirlæti. En nú er sagan önnur. Ég horfi á dagana og ég finn kvíðahnútinn í maganum vaxa eins og kanilsnúð sem settur er inn í heitan ofn.

Hvernig skal eyða restinni af sumarfrísdögunum? Ég horfi aftur til æskuáranna og minnist sumarfrísdaganna þar sem fjölskyldan þeyttist út um landið og jafnvel á milli heimsálfa svo að fríið yrði nýtt sem best og dagskráin var þéttari en gúmmí. Ég neita að trúa því að þau hafi snúið aftur í vinnuna endurnærð. Þau hafa eflaust mætt til vinnu sólbrún og sælleg í nýrri flík sem ber útlandalyktina með sér en innst inni hafa þau verið guðs lifandi fegin að setjast aftur í kunnuglegan skrifstofustólinn og kvartið í yfirmanninum hefur verið eins og fagurt ljóð í eyrum þeirra.

Hvað ég ætla að gera í sumarfríinu hef ég enga hugmynd um og kvíðahnúturinn er enn á sínum stað.

Anna Gréta Oddsdóttir

Related Posts