Bandaríski sendiherrann Robert Cushman Barber (65) með þjóðhátíðarveislu:

Bandaríski sendiherrann á Íslandi bauð til veislu í Listasafni Reykjavíkur í tilefni af þjóðhátíðíðardegi Bandaríkjanna, sem er 4. júlí. Bandaríkjamenn kunna að fagna og gæddu gestir sér á dýrindisveitingum og hlýddu á söngvarana Gissur Pál Gissurarson og Öldu Dís Arnardóttur.

Salurinn var skemmtilega skreyttur með litum bandaríska fánans.

Amerískt „Veislan var alveg frábær, fínar veitingar en söngurinn stóð upp úr, virkilega meiriháttar tónlistaratriði,“ segir Jón Gerald Sullenberger í Kosti sem lék við hvern sinn fingur í veislunni og hafði ástæðu til.
„Það var margt um manninn, sá ekki betur en að allir helstu ráðamenn þjóðarinnar hafi verið á svæðinu. Ég hef alltaf haldið upp á þjóðhátíðardaginn, ég er hálfur Bandaríkjamaður og hef verið búsettur í Bandaríkjunum í þrjátíu ár. Vanalega höldum við fjölskyldan stóra grillveislu á þessum degi og látum aðra um flugeldana.“

ÿØÿà

DRAUMUR MEÐ DÁTA: Ishmael kom frá New York íklæddur arabískum kufli, hann var í góðum félagsskap liðsmanna bandaríska sjóhersins.

Sjáið allar myndirnar í Séð og Heyrt!

 

Related Posts