Hinn virti kvikmyndagerðarmaður Christopher Nolan (The Dark Knight, Inception o.fl.) heimsótti Ísland í fyrra til að taka upp ýmis stór atriði fyrir umfangsmiklu vísindaskáldsögu sína, Interstellar. Kvikmyndaáhugamenn bíða vægast sagt spenntir eftir myndinni og búast má við tilfinningaþrungnum rússíbana sem lítur út fyrir að hafa eytt framleiðslufjármagninu glæsilega.

Leikaraúrvalið er heldur ekki af verri endanum en má þar nefna Matthew McConaughey, Anne Hathaway, Jessica Chastain, Michael Caine, Wes Bently, Casey Affleck, Ellen Burstyn og fleiri.

Interstellar skýst í kvikmyndahús þann 7. nóvember.

Related Posts