Hrafnhildur Arnardóttir (49), eigandi Greiðunnar:

Hárgreiðslustofan Greiðan hélt skemmtikvöld í tilefni þess að nú styttist í jólin. Hrafnhildur hefur tekið stofuna í gegn og fékk hárgreiðslumeistarann Baldur Rafn Gylfason til að sýna gestum réttu leiðina að krullujárnunum og það má með sanni segja að það hafi verið glimrandi jólastemning.

ÿØÿáfdExif

FRÁBÆR SAMAN: Hrafnhildur og Baldur Rafn skemmtu sér stórkostlega á skemmtikvöldi Greiðunnar en þar sýndi Baldur frábæar vörur og enn betri hárgreiðslutakta.

Krullujól „Baldur kom og sýndi okkur vörurnar sem hann er með ásamt því að fara yfir nokkrar hárgreiðslur. Við vorum með skemmtikvöld í gangi og fannst tilvalið að fá Baldur til okkar til að sýna réttu handtökin. Hann sýndi okkur skemmtilegar krullur og hvernig járnið virkar,“ segir Hrafnhildur.

Jólin eru tíminn

Það eru eflaust margir sem ákveða að geyma það að fara í klippingu í nóvember og skella sér síðan í jólaklippingu í desember. Það er nóg að gera hjá Hrafnhildi fyrir jólin en stuðið er einnig mikið.

„Það er alltaf mikið að gera um jólin en það er líka svo gaman. Allir í jólastuði og mikil stemning. Við erum líka búin að gera allt klárt fyrir jólin og tókum stofuna algerlega í gegn. Hentum öllu út og fengum nýtt inn og erum búin að skapa frábæra jólastemningu,“ segir Hrafnhildur og bætir við að jólaklippingin í ár sé stutt.

„Það er svolítið mikið um stuttar línur þessi jól, bæði hjá herrum og dömum. Einnig kemur dökki liturinn alltaf sterkur inn yfir veturinn og yfir jólin. Þetta verða stutt og lituð jól.“

Hárgreiðsla

KANN ÞETTA: Baldur er hárgreiðslumeistari og ber nafn með rentu. Hann sýndi gestum hvernig munda skal krullujárnið.

Hárgreiðsla

STEINI SAX: Greiðan var ekki að spara neitt á skemmtikvöldi sínu og fékk meðal annars Steina sax til að halda uppi stuðinu ásamt plötusnúði.

Hárgreiðsla

HÁRTOGANIR: Það lítur kannski út fyrir að Baldur sé hér í hárreitingum en hann er með mjúkar og næmar hendur sem gera aldrei skissu.

Hár

JÓLASTEMNING: Það var sannkölluð jólastemning í Greiðunni og gestir og gangandi kíktu við með bros á vör.

 

Séð og Heyrt skellir sér í jólaklippinguna.

Related Posts