Unnur Eir Björnsdóttir gullsmiður (36 ) og Lovísa Halldórsdóttir Olesen eru hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár:

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Lovísu Halldórsdóttur Olesen og Unni Eir Björnsdóttur gullsmiðum. Þeim Nadiu Banine og Karólínu Porter var afhent viðhafnarútgáfa Bleiku slaufunnar í skartgripaversluninni Meba. Slaufan táknar stuðningsnetið sem er mikilvægt þeim konum sem greinast með krabbamein og spilar þar stórt hlutverk, eins og fjölskyldan og samfélagið.

ÁST OG STUÐNINGUR Á laugardaginn efndi Meba til Bleika boðsins þar sem viðhafnarútgáfan var afhent þeim Nadiu Banine og Karólínu Porter við hátíðalega stund en Karólína var því miður forfölluð og tók Nadia, vinkona hennar, við hennar meni. „Var það vel við hæfi því þær prýða mynd viðhafnarslaufunnar. Þær eru vinkonur og hafa verið stuðningsnet hvor annarrar í baráttu sinni,“ segja þær Unnur Eir og Lovísa. Boðið gekk virkilega vel og fólk ánægt. Þakklæti og ást var sá andi sem gestirnir upplifuð við þessa fallegu stund og var gleðin í fyrirrúmi. Viðbrögð fólks við Bleiku slaufinni í ár eru mjög góð og fólk jákvætt. En viðhafnarútgáfan er hálsmen úr silfri og selt í takmörkuðu upplagi hjá flestum gullsmiðum og söluaðilum um land allt.

Bleika boðið

GLEÐI: Nadia, Lovísa, Unnur Eir,  Ólafía Þurý dóttir Unnar Eirar gullsmiðs og Sigurlaug Gissurardóttir voru afar glaðar í tilefni Bleika boðsins og brostu sínu blíðasta.

 

Góðar vinkonur og gullsmiðir

Unnur Eir og Lovísa unnu samkeppnina í ár og þeirra slaufa var valin. ,,Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagið halda samkeppni árlega með vali á Bleiku slaufunni. Við tókum þátt og okkar hugmynd var valin að þessu sinni. Það er engin sérstök ástæða fyrir því að við fórum í þetta saman, hins vegar erum við góðar vinkonur og vinnum vel saman. Ekki skemmir fyrir að við erum ánægðar með hugmyndir hvor annarrar,“ segja Unnur Eir og Lovísa glaðar í bragði.

Bleika boðið

FAGURKERAR: Lovísa og Unnur Eir að störfum, verið að smíða Bleiku slaufuna og metnaðurinn er í fyrirrúmi.

Bleika boðið

BLEIKA SLAUFAN: Viðhafnarútgáfan í dag, íðilfagurt silfurhálsmen sem skartar Bleiku slaufunni.

Innblásturinn

Þegar kom að hönnuninni fóru vinkonurnar á flug og sóttu sér innblástur í nándina. „Okkur langaði að einblína á þann sem stendur manni næst þegar erfiðleikar steðja að. Það er svo mikilægt að eiga góða að, að eiga gott stuðningsnet. Bleika slaufan 2016 táknar stuðningsnetið, eins og áður sagði, og er mikilvægast þeim konum sem greinast með krabbamein.“

Bleika boðið

ÞAKKLÆTI: Nadia Banine tekur við viðhafnarútgáfunni af silfurslaufunni fyrir sína hönd og Karólínu Porter sem var forfölluð, hjá þeim Lovísu og Unni Eir ásamt Guðnýju Helgu Garðarsdóttur, dóttur Lovísu.

Bleika boðið

GLIMRANDI: Lovísa, Guðný Helga og Unnur Eir voru til í glens og grín með gestunum og alsælar með Bleika boðið.

ÿØÿámüExif

GLITRANDI: Þær systur, Erla Magnúsdóttir og Þuríður Magnúsdóttir, brostu sínu blíðasta í tilefni dagsins.

Bleika boðið

FÁGAÐAR: Guðný Helga, Sigurlaug Gissurardóttir, sem starfar hjá Krabbameinsfélaginu, og Lovísa glöddust saman.

Séð og Heyrt skartar bleiku slaufunni.

Related Posts