Ungfrú Ísland

GÓÐ SAMAN: Sverrir segir kærustu sína, Írisi Hrefnu, vera sinn besta vin.

Sverrir Bergmann (22) styður þétt við bakið á kærustunni: 

Mikið álag fyrir því að taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland og þá er gott að eiga góða að. Kærastar keppenda styðja þétt við bakið á sínum konum í blíðu og stríðu.

Bæði í fitness „Við erum búin að vera saman síðan á Þjóðhátíð árið 2014, kynntumst þar fyrir tilviljun fyrir fram sjoppuna og höfum verið óaðskiljanleg síðan þá,“ segir Sverrir Bergmann, kærasti Írisar Hrefnu, en hann starfar sem stuðningsfulltrúi í Fellaskóla.

„Íris er ótrúlega feimin fyrst þegar þú kynnist henni. En áður en langt um líður kemur þessi ólýsanlegi og frábæri karakter í ljós. Hún er fáránlega morgunhress sem er andstæðan við mig. Það er ósjaldan sem ég er vakinn allt of snemma á morgnana við hennar „undurfögru“ söngrödd. Fyrir mér er hún fallegasta stelpan í öllum heiminum og hún er minn besti vinur.“

Sverrir hefur verið að keppa í sportfitness í nokkur ár við góðan orðstír. „Líkamsrækt og mataræði er mikilvægur partur af lífi okkar. Við tökum allar okkar æfingar saman, við erum bæði í fitness og keppum þar. Við erum bæði með brennandi áhuga á myndlist og teiknum mikið. Við höfum einnig gaman af útiveru, sundi og tónlist.“

Sverrir gerir sér vel grein fyrir því að Íris muni eflaust fá aukna athygli stráka þegar hún tekur þátt í keppninni. „Þegar maður er í svona góðu sambandi og traustið í lagi þá er ekki annað hægt en að vera bara stoltur af henni og eyða orkunni í að hvetja hana áfram og samgleðjast.“

Ungfrú Ísland

SPENNT: Íris Hrefna er spennt fyrir keppninni.

Related Posts