Eva Rut Hjaltadóttir (28) í Eríal Pole:

Eríal Pole hélt innanhússkeppni í tilefni þriggja ára afmælis stöðvarinnar þar sem glæsilegir dansarar stigu á svið. Ótrúlegir loftfimleikar fóru fram þar sem jafnt stelpur og strákar tóku þátt og sýndu glæsileg tilþrif.

Súludans

VINSÆL: Eva Rut er einn af þremur eigendum Eríal Pole og segir vinsældir þeirra aukast með hverju árinu.

Súludans „Þetta var innanhússkeppni hjá okkur og var keppt í fjórum mismunandi flokkum, skipt niður í fjögur stig eftir reynslu. Þetta er blandað hjá stelpum og strákum og það áttu allir að búa til sína rútínu. Krakkarnir sýndu það sem þau hafa verið að læra og þetta gekk alveg vonum framar,“ segir Eva Rut.

ÿØÿáZŒExif

FLOTTUR: Jökull sýnir listir sínar í loftfimleikahringnum.

„Við erum ekki með nein aldurstakmörk hjá okkur. Þetta eru krakkar frá 6 ára aldri og svo er fólk hjá okkur yfir fertugt þó að flestir séu í kringum 20-30 ára. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er frábært.“

Súludans tabú hjá strákum

Vinsældir polefitness hafa aukist með hverju árinu sem líður og Eva stofnaði Eríal Pole ásamt vinkonum sínum Önnu Lóu og Moniku eftir að þeirra gamla stúdíó brann til kaldra kola.

„Við erum þrír eigendur að Eríal Pole og opnuðum í október 2012 þannig að við vorum að halda upp á afmæli okkar núna. Við vorum búnar að æfa í öðru stúdíói saman en það stúdíó brann þannig að við ákváðum að stofna okkar eigið. Þetta er mjög vinsælt og það er alltaf að aukast. Maður veit ekki alveg alltaf með svona nýjar íþróttir, hvort þær muni halda vinsældum sínum en okkur gengur vel.“

Súludans

TRÚÐSLÆTI: Það eru ekki margir strákar sem stunda súludans en það er ekki á hverjum degi sem maður sér trúð á súlunni.

„Það eru ekki mjög margir strákar að æfa hjá okkur en þeir eru þó nokkrir, við vonumst til að fá fleiri því það er gaman að hafa fjölbreyttan hóp. Ég held að það sé dálítið tabú hjá strákum að æfa súludans. Ég var einmitt að tala við vin minn um daginn og hann náði einhvern veginn ekki að koma því úr hausnum á sér að það séu ekki bara stelpur sem eigi að vera í polefitness. Ég hef líka heyrt af strákum sem hafa þurft að manna sig mikið upp til að mæta hjá okkur,“ segir Eva Rut og hlær en sjálf er hún í Kvikmyndaskóla Íslands og því nóg að gera.

Súludans

GLÆSILEGAR: Það sáust mögnuð tilþrif á innanhúskeppni Eríal Pole.

Súludans

FLOTT: Polefitness er list sem margir geta fullkomnað en það tekur tíma að ná öllum danshreyfingunum upp á tíu eins og með flest.

Súludans

GÓÐAR: Anna Lóa, Monika og Eva Rut stofnuðu Eríal Pole árið 2012 og eru fremstar í flokki á landinu.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts