STÓRVELDIÐ PIPAR Í KAABERHÚSIÐ

Mestu galdramenn auglýsingabransans undir sama þaki:


Ekkert til sparað
Eitt glæsilegasta partí helgarinnar var haldið í gamla Kaaber-húsinu við Sæbraut þegar auglýsingastofan Pipar/TBWA fagnaði flutningi eftir sameiningu við aðrar helstu auglýsingastofur landsins.

Gestir streymdu að úr öllum áttum og flestum starfsgreinum og skiptu hundruðum þegar mest lét. Glæsilegar veitingar voru á borðum auk ómældra drykkjarfanga af öllum gerðum.

Þarna voru þingmenn, sjónvarpsstjörnur, útrásarvíkingar og Pollapönkarar – allir í hóp og samfögnuðu eigendum og starfsfólki auglýsingastofunnar sem nú hefur fest sig í sessi á toppi bransans.

Related Posts