Gaflaraleikhúsið frumsýndi nýlega hressilegan gleðileik með söngleikjaívafi og var margt góðra gesta á frumsýningunni. Stefán rís heitir verkið og höfundar þess eru Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson en þeir slógu eftirminnilega í gegn með leikritinu Unglingnum árið 2014, sem þeir uppskáru tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir. Stefán rís byggir á bókinni „Leitin að tilgangi unglingsins“ eftir Óla, Arnór og Bryndísi Björgvinsdóttur.

Ljósmyndir: Mummi Lú.

@Mummi Lú

TEKIÐ HEF ÉG HVOLPA TVO: Leikstjórinn Björk Jakobsdóttir með höfunda Stefán Rís, son sinn Óli Gunnar og Arnór Björnsson.

@Mummi Lú

SÖNGDÍVA SÉR UM SÖNG: Söngkonan Þórunn Lárusdóttir stillir sér upp með fríðum leikhópi í lok sýningar, en segja má að um sé að ræða unglingalandslið Íslands í leik, söng og dansi en Þórunn sá um söngþjálfun hópsins.

@Mummi Lú

STUDDU SINN DRENG: Arnór með foreldrum sínum, Birni Sigurðssyni og Aðalbjörgu Óladóttur og bróður, Daða Björnssyni.

@Mummi Lú

ELDHRESS TVENNA: Ein skemmtilegasta kona landsins, Helga Braga Jónsdóttir heilsaði upp á Björk og skemmti sér konunglega á sýningunni eins og aðrir.

@Mummi Lú

LISTFENG HJÓN: Hjónin Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur og Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði, fylgjast vel með og voru mætt eldhress til að sjá næstu kynslóð íslenskra leikara.

@Mummi Lú

@Mummi Lú

@Mummi Lú

KAMPAKÁTIR: Leikarnir Gunnar Helgason, faðir Óla Gunnars, og Gísli Rúnar Jónsson slógu á létta strengi saman.

@Mummi Lú

LISTILEGT LISTAFÓLK: Ágústa Skúladóttir leikstjóri, leikmyndahönnuðurinn Ilmur Stefánsdóttir og leikarinn Karl Ágúst Úlfsson, Spaugstofumaður með meiru, tóku létt spjall saman um listina og lífið.

@Mummi Lú

HRESS TVENNA: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hallur Helgason voru mætt brosmild og hress.

ÿØÿá:4Exif

TVÆR KYNSLÓÐIR: Stefán rís gerir ekki upp á milli kynslóða og allir skemmtu sér vel, bæði ungir og eldri.

Séð og Heyrt kíkir í leikhús.

Related Posts