Bækur

SENDIHERRANN: Á ensku.

Bækur

SENDIHERRANN: Á íslensku.

Bragi Ólafsson (52) hefur fulla trú á Ingvari Þórðarsyni (51):

Kvikmyndaframleiðendurnir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kisa hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn á skáldsögunni Sendiherranum, eftir Braga Ólafsson, og hyggjast gera eftir henni stórmynd með finnskum leikstjóra.
Bíó „Ég er mjög spenntur fyrir því ef þetta gerist,“ segir Bragi sem er ýmsu vanur þegar kemur að yfirfærslu verka hans á filmu. „Það hafa áður verið skrifuð tvö handrit eftir bókum mínum sem komust ekki alla leið.“
Ingvar ætlar sér hins vegar alla leið með Sendiherrann og talar um „stórmynd“ í þessu sambandi en þeir Kisa-menn hafa fengið finnskan leikstjóra til liðs við sig en þeir hafa undanfarið framleitt bíómyndir í samvinnu við Finna með fantagóðum árangri. Nú síðast frumsýndu þeir myndina The Grump sem hefur gert stormandi lukku í Finnlandi og víðar.
„Ég hef fulla trú á Ingvari,“ segir Bragi. „Ég hef fylgst með handritsgerðinni og líst mjög vel á.“ Bragi segist síðan ætla að sleppa takinu af sköpunarverki sínu og að hann muni ekki hafa frekari afskipti af kvikmyndagerðinni enda sé kvikmyndin sjálfstætt verk.
Sendiherrann segir frá íslenska ljóðskáldinu Sturlu Jóni Jónssyni og lýsir glímu hans við hinn miður ljóðræna raunveruleika en einnig baráttu hans við glæpamanninn sem býr í okkur öllum. Sem menningarlegur sendiherra lands síns neyðist hann til að bregðast við óvæntum áföllum í útlöndum og kljást við þá ógn sem hans eigin sköpun hefur í för með sér.
Sendiherrann var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hún hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. Bókin kom út í Bandaríkjunum og Bretlandi 2010 og var tekið mjög vel.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á netinu.

 

 

Related Posts