Freyr Alexandersson (31), þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gekk að eiga Erlu Súsönnu Þórisdóttur (32):

 

Það var hátíðleg stund í Háteigskirkju þegar Freyr Alexandersson og Erla Súsanna Þórisdóttir voru gefin saman.

Hamingja Freyr Alexandersson er landsþekktur fyrir þann árangur sem hann hefur náð sem þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu en mesti sigur hans á leikvelli lífsins er hins vegar sá að hafa hreppt Erlu Súsönnu og fengið sem eiginkonu.

Vinir og vandamenn fögnuðu með brúðhjónunum og að athöfn lokinni var glæsileg brúðkaupsveisla í samkomusal í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöllinn og var það vel við hæfi.

FALLEG: Brúðhjónin geisluðu af hamingju þegar þau gengu niður kirkjutröppurnar.

HAMINGJUÓSKIR: Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður óskar brúðinni til hamingju en Hans er sambýlismaður móður brúðgumans.

ALLIR SAMAN: Allir brúðkaupsgestirnir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara – stór og falleg stund.

FALLEGUR BÍLL: Þessi drossía beið brúðhjónanna fyrir utan Háteigskirkju.

Related Posts