Maríanna Friðjónsdóttir (62) man tímanna tvenna:

Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum sjónvarpsáhorfenda að RÚV fagnar hálfraraldar afmæli sjónvarpsútsendinga á Íslandi um þessar mundir. Afmælisdagskráin er fjölbreytt og mikið í lagt. Afmælinu er bæði fagnað á skjám landsmanna og með veglegri dagskrá í höfuðstöðvum RÚV í Efstaleiti. Fjölmargir gamlir og nýir RÚV-arar lögðu leið sína í Efstaleitið og voru viðstaddir opnun Gestastofu en í henni er farið yfir sögu Sjónvarpsins. Maríanna Friðjónsdóttir hóf ung störf í Sjónvarpinu og hefur starfað við fag sitt alla tíð síðan, hún kom í Efstaleitinu og fagnaði með vinum og félögum.

Frábært Sýningin er alveg stórkostleg. Björn G. Björnsson er einn af frumkvöðlum í uppsetningu á svona sýningum, hann vann þetta mjög vel á allan hátt. Ég er virkilega ánægð með sýninguna, hún er fjölbreytt og maður rifjar upp margar góðar minningar,” segir Maríanna Friðjónsdóttir sem er stödd hér á landi en hún er annars búsett í Danmörku.

,,Ég var ekki nema 16 ára þegar að ég byrjaði í Sjónvarpinu, ég var þar í 16 ár og fór svo yfir á Stöð 2. Þannig að ég hef fylgt þróun íslensks sjónvarps frá fyrstu tíð. Ég er enn að, hef sem sagt ekkert stoppað í svarthvíta samhenginu, ég kenni samfélagsmiðlun og hef gert frá árinu 2008. Ég kalla mig fjölmiðlara. Aðspurð hvað henni fyndist um afmælishátíðna segir Maríanna: ,,Ég er í heildina ánægð með hvernig til hefur tekist en hefði viljað sjá meira gert úr þætti tæknifólksins. Það hefur í gegnum tíðina unnið hvert kraftaverkið á fætur öðru við gerð efnis fyrir Sjónvarpið, sem er yfirleitt fjárvana. Tæknifólkið okkar er faglegt og leggur gríðarlega mikið á sig til að framleiða gott sjónvarpsefni. Þessi her hefur unnið þögull og því finnst mér að það mætti minnast meira á hlut hans,” segir Maríanna sem fylgist enn grannt með þróun sjónvarps á Íslandi og erlendis og er dugleg að miðla þekkingu og reynslu sinni áfram.

rúv

FRUMKVÖÐLAR: Maríanna Friðjónsdóttir og Eiður Guðnason byrjuðu bæði kornung að vinna við Sjónvarpið. Maraíanna er enn að starfa við fjölmiðlun enda kallar hún sjálfa sig fjölmiðlara. Þau eru í hópi sem kallar sig Svarthvíta gengið en 100 meðlimir þess hóps mættu í Efstaleitið og héldu áfram að skemmta sér eftir að dagskránni lauk þar.

ÿØÿá´^Exif

LIFANDI GOÐSAGNIR: Bjarni Fel og Ómar Ragnarsson litu inn í afmæli RÚV. Andlit og raddir þeirra eiga stóran sess í lífi þjóðarinnar og eru þeir órjúfanlegur hluti af sögu Sjónvarpsins.

rúv

RIFJA UPP GAMLA TÍMA: Ómar Ragnarsson, Eiður Guðnason, fyrrum fréttamaður, og Rúnar Gunnarsson, fyrrum dagskrárstjóri og kvikmyndatökumaður, rifjuðu upp gamla tíma.

rúv

FJÖLHÆF: Vera Illugadóttir er ekki bara fréttamaður, hún brá sér líka í hlutverk þjónustustúlku og bauð gestum afmælisins upp á ljúfar veitingar.

rúv

STOLT Í STIGANUM: Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona mætti galvösk í veisluna.

rúv

FEÐGIN Á FERÐ: Hildur Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá RÚV, bauð pabba sínum í afmælið en Hörður Vilhjálmsson, faðir hennar, starfaði sem fjármálastjóri stofunarinnar.

SH-dsc09352

HRESSAR OG KÁTAR: Ólöf Rún Skúladóttir og Ásglaug Dóra Eyjólfsdóttir störfuðu báðar á fréttastofu RÚV, á milli þeirra er ofurskriftan Margrét Grétarsdóttir sem starfði lengi við gerð Spaugstofunnar.

rúv

STÓRVELDI Í ÍSLENSKU SJÓNVARPI: Ómar Ragnarsson er án efa sá sjónvarpsmaður sem hefur brugðið sér í flest hlutverk á skjánum. Hann hefur komið fram sem skemmtikraftur, fréttamaður, kynnir og þáttastjórnandi í fjölmörgum vinsælum sjónvarpsþáttum og er afkastamikill dagskrárgerðarmaður. Eiginkona hans, Helga Jóhannsdóttir og dóttir hans Lára skemmtu sér vel með þeim gamla í veislunni.

rúv

FRÉTTAHAUKUR OG FRÚ: Ólafur Sigurðsson starfaði lengi sem fréttamaður á RÚV. Hann var alltaf mjög herralegur til fara og skartaði iðulega litríkum bindum. Eiginkona hans, Albína Thordarson arkitekt, mætti með eiginmanninum í veisluna.

rúv

EITT SINN RÚV, ÁVALLT RÚV: Listamaðurinn Laddi, Karl Sigtryggsson dagskrárgerðarmaður og Gunnar Baldursson leikmyndahönnuður eru sannir sjónvarpsgaldramenn og eiga stóran þátt í því sem íslensk þjóð hefur séð á skjánum síðustu áratugi.

rúv

FORSETINN MÆTTI: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnaði Gestastofuna og minntist Stundarinnar okkar og ævintýra fjölskyldunnar í Húsinu á sléttunni í ræðu sinni. Hann var í góðum félagsskap Illugua Gunnarssonar menntamálaráðherra.

rúv

SÝNINGARSTJÓRINN: Björn G. Björnsson setti upp glæsilega sýningu í Gestastofu RÚV en þar eru munir sem tengjast Sjónvarpinu með einum eða öðrum hætti til sýnis. Sýning er mjög fjölbreytt og margt sem vekur upp góðar minningar meðal þjóðarinnar.

ÿØÿễExif

ÞULAN: Sigríður Ragna Sigurðardóttir var ein af fyrstu þulum sjónvarpsins, hún varð landsfræg á einni nóttu og allir töldu sig þekkja hana.

rúv

ÚTVARPSSTJÓRINN: Magnús Geir Þórðarson og nýbökuð eiginkona hans, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, voru í hátíðarskapi.

rúv

DAGSKRÁRSTJÓRINN: Sigurður Valgeirsson leit inn á gamla vinnustaðinn en hann var bæði á skjánum og bak við hann sem dagskrárstjóri. 

ÿØÿá$ Exif

EKKI BARA SVARTHVÍTT: Lára Ómarsdóttir fréttamaður er fæddur RÚV-ari, hér stillir hún sér upp við pappa-Boga í fréttasetti sem er til sýnis í Gestastofunni.

rúv

HVAR ER KRUMMI: Rannveig Jóhannsdóttir var fyrsti umsjónarmaður Stundarinnar okkar sem hefur veirð á dagskrá Sjónvarpsins frá stofnun þess. Henni til aðstoðar var brúðan Krummi sem þótti nokkuð skemmtilegur. En þau eru iðulega nefnd samstímis sem Rannveig og Krummi.

rúv

FJALLMYNDARLEGUR: Bogi Ágústsson fréttamaður er með eindæmum vinsæll, hann var í góðum félagsskap með fjallkonunni fríðu.

Séð og Heyrt horfir og hlustar á RÚV.

 

 

Related Posts