Sverrir Guðnason (36) slær í gegn í Svíþjóð:

Sverrir Guðnason var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki á Guldbaggen, sænsku kvikmyndahátíðinni, fyrir leik sinn í Flugparken.

Fæstir gestanna sem þar fögnuðu honum vissu hins vegar ekki að Sverrir er dóttursonur Sverris Hermanssonar, eins þekktasta stjórnmálamanns íslensku þjóðarinnar á árum áður, ráðherra og bankastjóra Landsbankans þar til hann var látinn taka pokann sinn þegar hann hlýddi Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, ekki varðandi vaxtaákvarðanir.

sverrir_133321021

GÓÐIR SAMAN: Sverrir ræðir við yfirmann sinn í Wallander-sjónvarpsáttunum sívinsælu.

Reyndar er Sverrir Guðnason þekktastur hér á landi fyrir frábæra frammistöðu í sjónvarpsmyndaflokknum um Wallander lögregluforingja í Nystad í Svíþjóð sem er smábær ekki svo langt frá Lundi þar sem Sverrir fæddist einmitt fyrir 36 árum en foreldrar hans voru þar í námi; Guðni Jóhannesson, nú orkumálastjóri og eiginkona hans, Hulda Bryndís Sverrisdóttir – dóttir Sverris Hermannssonar.

Sverrir Guðnason ólst upp í Lundi í Svíþjóð og skaut þar rótum svo um munaði eins og sjá má af frækilegum árangri hans í sænskum kvikmyndaheimi.

Related Posts