Ástrós Erla

UPPÁTÆKJASAMAR: Þær stöllur hafa verið að vinna að ýmsu skemmtilegu síðan þær byrjuð að vinna saman í NN Makeup School.

Ástrós Erla (23) og Tara Brekkan (29) endurgera Frozen:

Ástrós og Tara eru ungar konur á uppleið í förðunarheiminum. Nýlega framkvæmdu þær skemmtilega Frozen-myndatöku í samstarfi við Arnþór Birkisson ljósmyndara og var útkoman vægast sagt glæsileg.

Samvinna „Ég og Tara vinnum sem „freelance“ förðunarfræðingar og höfum gert það í um sex ár. Nýlega byrjuðum við að vinna saman í NN Makeup School og höfum gert ýmsa skemmtilega hluti síðan þá,“ segir Ástrós Erla en í samstarfi við Arnþór Birkisson ljósmyndara gerðu þær skemmtilega Frozen-myndatöku þar sem hún tók að sér hlutverk Elsu og Tara var Anna. Stöllurnar sáu sjálfar um hár og förðun og var útkoman vægast sagt stórkostleg.

Ástrós og Tara hafa báðar unnið að fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin. „Tara er þekktust fyrir vídeóförðunarbloggin sín sem hafa meðal annars verið mikið sýnd, á Vísi – Heilsutorgi og moi.is. Einnig var hún með lífsstílsþátt á iSTV með Bonna ljósmyndara. Ég hef snúið mér meira að kennslu og farða fyrir myndatökur, tískublöð og tónlistarmyndbönd. Nýlega hef ég unnið með Barða í BangGang, GusGus og Jóni Gnarr.“

 

 

 

 

 

Ástrós Erla

GÓÐAR SAMAN: Ástrós og Tara fengu til liðs við Sigrúnu Ástu til að stílisera tökuna.

Ástrós Erla

SKEMMTILEG ÚTKOMA: Myndirnar úr Frozen-myndatökunni komu frábærlega út.

Tara Brekkan

VEKUR ATHYGLI: Tara Brekkan hefur vakið mikla athygli fyrir vídeóförðunarbloggin sín.

 

 

Related Posts