Auður Haraldsdóttir (60), eigandi DÍH, hélt Lotto-mótið í 25. skipti:

Lotto Open-dansmótið var haldið í 25. skipti nú á dögunum. Þar stigu margir af færustu dönsurum landsins glæsileg spor og einhverjir sín fyrstu. Auður Haraldsdóttir, eigandi DÍH, er aðalsprautan í Lotto-mótinu en hún var einstaklega ánægð með þetta stórfenglega dansmót.

25 ár „Þetta gekk alveg rosalega vel. Ég er búin að halda þessa keppni í 25 ár og vinn hana í samstarfi við Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar. Þar er mjög öflugt foreldrastarf og þau hafa hjálpað mér mikið með alla uppsetninguna. Það er margra mánaða vinna á bak við svona keppni og því ómetanlegt að fá svona stuðning,“ segir Auður.

Troðfullt hús
Lotto-mótið er svo sannarlega glæsilegt og þar er hver mínúta þaulskipulögð ásamt því að dómarar keppninnar koma alls staðar að.

„Við fáum erlenda dómara til að dæma ásamt íslenskum dómurum og reynum alltaf að stíla inn á að hafa 7 dómara á gólfinu í einu,“ segir Auður en helgin er vel skipulögð.

„Á laugardeginum er keppt í öllum aldursflokkum og öllum dönsum. Á sunnudaginn er Combi-keppni en þar er gefið fyrir samanlagðan árangur í bæði latin- og standard-dönsum. Við erum einnig með liðakeppni á milli skóla þar sem þrjú pör mynda eitt lið. Nú í ár kepptu fjögur lið og liðið frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari,“ segir Auður og bætir við að stemningin í liðakeppninni sé mögnuð.

„Stemningin í liðakeppninni er alveg ótrúleg. Þakið ætlaði af húsinu og þetta er bara eins og stemningin gerist best á knattspyrnuleikjum. Einn vinsælasti liðurinn hjá okkur fer líka fram á sunnudeginum en þá er danssýning fyrir byrjendur og þá fyllist húsið alltaf.“

Þegar halda á stórt íþróttamót er gott að eiga góða að til að styðja sig.

„Þessi helgi tókst alveg ótrúlega vel og þá ekki síst fyrir þá styrktaraðila sem hjálpuðu okkur. Regalo gaf hársnyrtivörur í verðlaun, Blómabúðin Dögg gaf blómvendi og Lambhagi gaf gjafakörfur. Það voru síðan Kryddlegin hjörtu sem sáu um að enginn yrði svangur.“

15304631_10154459224899584_5505185826069060574_o

GLÆSILEGUR HÓPUR: Auður Haraldsdóttir var svo sannarlega stolt af sínu fólki og stillti sér upp með Maxim Petrov, Helgu Dögg Helgadóttur, Halldóru Ísold Þórðardóttur, Aroni Loga Hrannarssyni, Evu Lilju Bjarnadóttur, Ignas Pasevicius og Craig Draper.

15304070_10154459225844584_2119343477687202058_o

DÁLEIÐANDI: Pétur Gunnarsson og Polina Oddr voru svo sannarlega dáleiðandi á dansgólfinu.

15289278_10154459226279584_3029516128538108115_o

ALLT UPP Í LOFT: Gylfi Már og María Tinna sýndu stórkostlega takta og þá ekki bara á gólfinu.

15289161_10154459226734584_7803621006700625372_o

FLOTTIR SIGURVEGARAR: Sóley Ósk og Daníel Sverrir Guðbjörnsson úr DÍH sigruðu í standard-dönsum í ungmennaflokki og voru svo sannarlega vel að sigrinum komin.

15288687_10154459225994584_4331585661384408256_o

LOTTO: Eva Lilja Bjarnadóttir og Ignas Pacevicius sigruðu í unglingaflokki 1 og hrepptu hinn eftirsótta Lotto-bikar.

15272081_10154459227114584_2118317085836185340_o

VEL GERT: Júlía var ein af þeim sem keppti í einstaklingskeppninni og stóð sig eins og meistari.

15271890_10154459226349584_863049256582230254_o

Í SÉRFLOKKI: Pétur Gunnarsson og Polina Oddr sigruðu í latin-dönsum í fullorðinsflokki með miklum yfirburðum en þau eru ótrúlega færir dansarar og voru í algjörum sérflokki.

15271800_10154459226179584_4547702816374535560_o

FLOTT SAMAN: Elí Tómas Kurtsson og Natalie Melissa úr DÍH voru glæsileg á dansgólfinu.

15259498_10154459225249584_5776759682412422381_o

GEGGJAÐUR KJÓLL: Viktoria Kristina sigraði ekki bara í unglingaflokki 2 í latin-dönsum heldur var það mál manna að hún hafi verið í flottasta kjólnum á svæðinu.

15259424_10154459226399584_7586099297752870035_o

GLÆSILEG: Svandís Ósk úr DÍH var ein af þeim allra flottustu á Lotto-mótinu.

15259422_10154459226549584_3284700403397692351_o

Á FULLU: Kristinn Þór og Lilja Rún úr DÍH voru einbeitt á gólfinu.

15252608_10154459224964584_4669404762977993033_o

SIGURVEGARAR: Lilja Rún Gísladóttir og Kristinn Þór Sigurðsson úr DÍH sigruðu í latin-dönsum í unglingaflokki.

15252517_10154459226989584_3185255314393234003_o

MEÐ BIKARA Á LOFTI: Halldóra Ísold og Aron Logi sigruðu í frjálsri aðferð í unglingaflokki 1 og stilltu sér upp með Evu Lilju og Ignas Pacevicius sem urðu Lotto-meistarar.

15250935_10154459226604584_4987905621808497738_o

EIN STUTT, EIN LÖNG: Þessar voru með tvö mismunandi tæki til að ná hinni fullkomnu mynd. Litla linsan á símanum átti erfitt með að keppa við stóru linsuna á myndavélinni.

15235767_10154459225519584_8119293532011753319_o

Í FYRSTA SKIPTI: Freyja var ein af þeim sem tók þátt í einstaklingsdansi en það var í fyrsta skipti sem keppt var í því hér á landi. Sigurvegarinn úr þessari keppni tekur þátt á heimsmeistaramótinu í París.

15235708_10154459224869584_4945864303532540243_o

ÓTRÚLEGA FLOTT: Sara Rós Jakobsdóttir Nicolo Barbizi sigruðu í standard-dönsum í fullorðinsflokki enda einstaklega frambærilegt og flott par.

15235566_10154459225524584_4918008763964372113_o

EKKI FEILSPOR: Sóley Ósk Hilmarsdóttir sýndi frábæra takta á dansgólfinu.

Séð og Heyrt elskar að dansa.

 

 

Related Posts