Elísabet Eyþórsdóttir er ein af þremur systrum í hljómsveitinni Sísý Ey. Tónlist hefur verið hennar líf og yndi frá unga aldri og er hún nú í kennara- og tónlistarnámi í FÍH. Hún á sér stóra drauma og einn af þeim er að finna eitthvað upp sem engin hefur fundið upp áður.

 

Fullt nafn: Elísabet Eyþórsdóttir.
Aldur: 28 ára.
Starf: Söngkona og nemi.
Maki: Nei.
Börn: Já, einn 6 ára snilling.
Morgunhani eða nátthrafn: Úff, það er misjafnt. Oftast nátthrafn en stundum morgunhani!
Fjallganga eða fjöruferð: Fjöruferð.

 

Afrek sem hún hefur náð

Að eignast son minn, hann Jóa. Hann er án efa besta afrek sem ég hef náð. Og það að eiga svona dásamlegan barnsföður, hann Árna Grétar. Þeir tveir eru mikil afrek.

Ég komst inn í kennaradeild FÍH. Það er skemmtilegasta nám sem ég hef á ævinni verið í. Enda hefur líf mitt snúist að mestu um tónlist frá barnsaldri.

Spilaði á Sónar Barcelona með hljómsveitinni minni, Sísý Ey. Ég og systur mínar, Sigga og Elín Ey, skipum þá hljómsveit. Einnig að hafa fengið að hita upp fyrir Nile Rodgers þegar hann kom til landsins og spilaði í Hörpu.

 

Afrek sem ég vil ná:

Mig langar að finna e-ð upp sem enginn hefur fundið upp áður. Veit ekki alveg hvað það ætti að vera en það auðvitað kemur í ljós þegar ég er búin að finna það upp. Ég er mjög spennt!

Langar að fara út í geim. Það er einhver viss spenna sem ég held að fylgi því. Sjáum til hvort það muni takast.

Taka meirapróf á einhverskonar stóra og mikla vinnuvél.

 

Related Posts