Fotbolti er vinsælasta íþrótt í heimi, á því er enginn vafi. Það gefur því augaleið að margir af bestu fótboltamönnum í heimi eru stórstjörnur og að málefni þeirra utan vallar rata oft í fjölmiðla. Hér höfum við tekið saman draumalið leikmanna, íslenskra og erlendra, sem vakið hafa athygli fyrir gjörðir sínar utan vallar. Við skellum okkur í leikkerfið 4-3-3 enda þessir kappar ekki þekktir fyrir það að liggja aftur. Hér munum við fara yfir varnarlínu liðsins.

BIRKIR KRISTINSSON

BIRKIR KRISTINSSON Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkmaður Íslands, stendur í markinu hjá okkur en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í desember á síðasta ári fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga.

 

 

 

FABIO CANNAVARO

FABIO CANNAVARO Fabio Cannavaro er af mörgum talinn besti varnarmaður allra tíma. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu árið 2006 og var í kjölfarið valinn besti leikmaður í heimi. Á síðasta ári var Cannavaro dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að brjótast inn í sitt eigið hús eftir að það hafði verið gert upptækt af yfirvöldum á Ítalíu. Cannavaro lenti einnig í lyfjaskandölum en var aldrei dæmdur fyrir.

 

 

 

TONY ADAMS

TONY ADAMS Tony Adams er lifandi goðsögn hjá stuðningsmönnum Arsenal F.C. en hann átti í miklu stríði við Bakkus og í maí 1990 klessti hann blindfullur bíl sínum á vegg og var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi.

 

 

 

JOHN TERRY

JOHN TERRY John Terry er einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur þó einnig átt í vandræðum utan vallar og hæst ber að nefna þegar upp komst að hann hefði átt í ástarsambandi með eiginkonu liðsfélaga síns, Wayne Bridges, þegar þeir voru saman í Chelsea og þegar hann var ákærður fyrir kynþáttaníð í garð varnarmannsins Anton Ferdinand.

 

 

 

SÆVAR JÓNSSON

SÆVAR JÓNSSON Sævar Jónsson hefur rekið Leonard, skartgripaverslun sína, svo áratugum skiptir en sjaldnast á sömu kennitölunni. Sævar var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Sævar var sterkur varnarmaður en hann er fyrrum fyrirliði Vals í fótbolta, ásamt því sem hann spilaði meðal annars fyrir belgíska félagið Cerle Brugge.

 

Sjáið allt liðið í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts