Stóru hjörtun slá víða á síðum Séð og Heyrt í dag og ber þar kannski hæst hjartalækninn Skúla Gunnlaugsson sem efnast hefur vel á sjúkrahúsarekstri í Bandaríkjunum og á sér það skemmtilega áhugamál að kaupa íslenska myndlist í stórum stíl. Og hann liggur ekki á auði sínum heldur vill deila honum með almenningi og sýnir því stórkostleg verk sín sem víðast og selur ekki inn.

Annað stórt hjarta slær í brjósti Magnúsar Eiríkssonar sem hélt upp á sjötugsafmæli sitt í Hörpu með því að syngja öll lögin sín sem þjóðin kann utan að. Magnús yrkir um ástina á þann hátt að allir skilja og laun hans fyrst og fremst þakklæti þeirra sem njóta.

Þá er hjarta kvikmyndaleikstjórans Baltasar Kormáks síst minna en frægð sína í útlöndum vill hann virkja í heimalandinu og stefnir hverju kvikmyndaverkinu á fætur öðru til Íslands að hluta eða í heild því hann vill að vinir og félagar í bransanum hér heima fái verðug verkefni að glíma við og uppskeri eftir því. Þetta er honum hugsjón.

Menn eins og Skúli hjartalæknir, Maggi Eiríks og Baltasar Kormákur eru happ í hverju mannlegu samfélagi eins og sagt var af öðru tilefni fyrir löngu. Þetta eru menn sem auðga samfélagið með atorku sinni og hugviti og gera lífið í landinu skemmtilegra fyrir alla.

eir’kur j—nsson

Allir eru þeir í Séð og Heyrt í dag og er vel við hæfi; glansandi persónur á litríkum pappír, umvafðir fólki sem kann að meta þá.

Hreint frábært og mættum við biðja um meira.

Eiríkur Jónsson

Related Posts