Edda Hinriksdóttir (70) í skýjunum á Árbakka:

Hott, hott á hesti Mikið var um dýrðir þegar Hinrik, Hulda og börn þeirra vígðu nýju reiðhöllina á Árbakka þar sem þau búa og stunda hestamennsku sína sem felur í sér allt frá ræktun til sölu, útflutnings og kennslu í fræðunum. Þau kunna þetta betur en flestir, enda verið lengi að.

SH_reiðhöll_005

STOLT FJÖLSKYLDA: Eigendur nýju reiðhallarinnar á Árbakka, Hinrik Bragason, Hulda Gústafsdóttir og börn þeirra, Edda Hrund og Gústaf Ásgeir.

„Ég er alveg rosalega stolt af syni mínum, tengdadóttur og börnum þeirra. Þau eru svo samhent, dugleg og lagin við þetta allt,“ segir Edda Hinriksdóttir, hárgreiðslumeistari og móðir Hinriks sem fyrir löngu hefur stimplað sig sem einn albesti hestamaður landsins og þó víðar væri leitað.“

SH_reiðhöll_004

VALDAMENN: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra – glaðir í bragði.

„Aldrei hefði ég trúað því að Hinrik ætti eftir að flytja út í sveit og una sér þar svo vel. Ekki þegar hann var lítill en svo kom þetta með hestamennskunni sem varð alltaf meiri og meiri,“ segir Edda sem samfagnaði með vinum og sveitungum sonar síns þegar reiðhöllin var vígð og þarna voru margir: Baltasar Kormákur, landbúnaðarráðherra, sveitarstjórinn á staðnum og þýskir hrossaræktendur á heimsmælikvarða.

SH_reiðhöll_009

SNILLINGAR: Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur og einn besti knapi landsins, Sigurður Sigurðarson.

 

Lesið Séð og heyrt – nýtt blað á leiðinni.

Related Posts