Hans Kristján Árnason (69) mætti í 30 ára afmæli Stöðvar 2 og Bylgjunnar:

Afmæli Stöðvar 2 og Bylgjunnar var haldið með pompi og prakt í Iðnó. Þangað voru helstu stjörnur fyrirtækisins mættar og 30 ára afmælinu vel fagnað. Hans Kristján Árnason, stofnandi Stöðvar 2, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hafði gaman af því að hitta gamla samstarfsfélaga.

„Stemningin var bara fín. Það var haldið upp á þetta aðeins fyrr en raunverulegt afmæli Bylgjunnar og Stöðvar 2 er, 9. október. Þetta afmæli var samt haldið á sama tíma og afmæli RÚV, það er skemmtileg tilviljun,“ segir Hans Kristján.

„Bylgjan var stofnuð í ágúst eða septemberbyrjun en Stöð 2 þarna aðeins á eftir, eða í október, það var því fínt að halda þetta á milli afmæla. Þarna var fólk sem byrjaði fyrir þrjátíu árum og er enn að starfa hjá fyrirtækinu. Það var mjög gaman að hitta fólk sem byrjaði þarna á sama tíma og ég,“ segir Hans sem var einn af þeim eldri í hópnum.

„Ætli ég og Gissur Sigurðarson höfum ekki verið elstir þarna en það voru um 5-6 einstaklingar þarna sem byrjuðu fyrir 30 árum.“

ÿØÿá·&Exif

FLOTT SAMAN: Hans Kristján og stjúpdóttir hans, leikkonan Dóra Lena Christians, skemmtu sér vel í afmælinu.

Innlent efni er lykillinn

Hans Kristján fór í ótrúlegt verkefni fyrir 30 árum þegar hann stofnaði Stöð 2 og það má með sanni segja að þetta verkefni hans hafi heppnast vel og gott betur en það.

„Tímarnir í fjölmiðlum hafa breyst alveg gríðarlega og þá sérstaklega með komu Stöðvar 2, það var auðvitað bylting. Í staðinn fyrir að vera með eina ríkisstöð sem sendi út á kvöldin, sex daga vikunnar og var lokuð í júlí var komin sjónvarpsstöð sem var í gangi á hverjum degi og allan sólarhringin, það var bylting,“ segir Hans sem veit upp á hár hvað það er sem mun halda Stöð 2 og öðrum sjónvarpsstöðvum gangandi í framtíðinni nú þegar streymisveitur eins og Netflix hafa mætt eins og stormsveipur á markaðinn.

„Innlenda efnið er það sem kemur til með að halda lífi í sjónvarpsstöðvunum hér heima. Ef þær sinna innlenda efninu vel þá mun þeim ganga vel en ef ekki þá eru þær dauðadæmdar.“

ÿØÿá Exif

HÖRKUSTEMNING: Það var ekki bara gaman inni í Iðnó heldur var hörkustemning fyrir utan líka eins og Telma Tómasson og Rúnar Róberts komust að.

Bylgjan

GLÆSILEGAR: Dagskrárgerðarkonan Sigrún Ósk, Arndís Huld og matgæðingurinn Eva Laufey voru glæsilegar eins og alltaf og geisluðu af fegurð.

Bylgjan

ALVÖRUGÆJAR: Útvarpsmennirnir og stórvinirnir Gulli Helga og Heimir Már eru vanir að heilsa hlustendum Bylgjunnar snemma á morgnana en þeir náðu þó að sýna alla sína bestu takta um kvöldið.

Bylgjan

GÓÐAR VINKONUR: Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir og vinkona hennar Valdís Eiríksdóttir voru í banastuði í afmælinu.

ÿØÿá·&Exif

SÆT SAMAN: Fréttamaðurinn Ásgeir Erlendsson og sambýliskona hans, Sara Rakel Hinriksdóttir, mættu í sínu fínasta pússi og með bros á vör.

Bylgjan

DÚNDUR STEMNING: Það skemmtu sér allir vel í afmælinu og enginn sem fór heim í fýlu.

Bylgjan

FLOTT SAMAN: Tæknitröllið Þráinn Steinsson og eiginkona hans, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, skemmtu sér konunglega.

Bylgjan

FRÁBÆR SKEMMTIATRIÐI: Jón Jónsson sá til þess að allir voru í stuði eins og honum einum er lagið.

Bylgjan

FLOTT FEÐGIN: Ingunn Kristjánsdóttir mætti með pabba sínum, sjónvarpsmanninum Kristjáni Má Unnarssyni, og þau voru svo sannarlega glæsileg.

Bylgjan

SPEKINGAR SPJALLA: Fréttamennirnir Logi Bergmann Eiðsson og Gissur Páll Sigurðsson ræddu um heima og geima saman.

Bylgjan

GAMAN SAMAN: Margrét Rósa Einarsdóttir, sem stjórnar öllu í Iðnó, stillti sér upp með fréttamanninum Heimi Má Péturssyni en þau voru ánægð með kvöldið.

Bylgjan

GÓÐIR FÉLAGAR: Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason og Andri Ólafsson úr Íslandi í dag settu upp sparibrosið í tilefni dagsins.

Bylgjan

ÞRUSU ÞRENNING: Það er erfiðara að finna flottara tríó en þetta en þeir Rúnar Róberts á Bylgjunni, Logi Bergmann og Ívar Guðmundsson útvarpsmaður létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Séð og Heyrt í stuði.

 

Related Posts