Máni

Á TÖKUSTAÐ: Máni í sminki á tökustað.

SH-img_8327

STOLT: Þóra, móðir Mána, með Jóni Ólafssyni.

Máni Magnússon (18) leikur í bandarískri stórmynd:

Máni Magnússon steig fyrst á leiksvið sex ára gamall og ætlar sér að leggja leiklistina fyrir sig. Hann fékk stærsta tækifæri sitt til þessa þegar hann kynntist þekktum leikstjóra í Hítará og fékk í kjölfarið lítið hlutverk í stjörnum prýddri bandarískri stórmynd.

Heppinn Máni Magnússon var að veiða í Hítará fyrir tveimur árum þegar hann hitti þekktan bandarískan leikstjóra sem stóð í ánni í sömu erindagjörðum. Þeir kynntust ágætlega og Magnús er nú nýkominn heim frá Róm, þar sem hann lék lítið hlutverk í nýrri mynd leikstjórans. Rík og samningsbundin þagnarskylda hvílir á Magnúsi sem má hvorki nefna leikstjórann, myndina né mótleikara sína, sem eru margir hverjir mjög þekktir.
„Það var núna fyrir jólin sem ég fór til New York í prufu og fékk í framhaldinu lítið hlutverk. Þetta voru nokkrir tökudagar en langir samt. Allt upp í fimmtán klukkustundir á dag,“ segir Máni sem sneri heim reynslunni ríkari. „Það var frábært að leika með öllum þessum stórstjörnum og stóru nöfnum. Maður vissi eiginlega ekkert á móti hverjum maður myndi lenda fyrr en byrjað var að taka senurnar.“

Máni er sonur, Þóru Ólafsdóttur, kærustu vatnskóngsins Jóns Ólafssonar sem er vel kunnugur þekktu Hollywood-fólki og skemmst er að minnast þess þegar hann hélt partí fyrir leikstjórann Quentin Tarantino síðasta sumar. Þá fór Jón einnig með leikstjórann að veiða í Hítará. Máni segir Jón þó hvergi hafa komið að málum í sínu tilfelli.
„Ég kynntist leikstjóranum bara úti í á. Þetta er svolítið skrýtið. Maður er bara að spjalla við mann úti í á og það sem maður veit er að maður er að fara að leika í bíómynd eftir hann.“

Lesið viðtalið allt í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts