Elsa Jensdóttir (40) hélt partí fyrir 90 dömur:

 

Stuð Elsa Jensdóttir, sem um árabil starfaði hjá 365-miðlum, hélt upp á fertugsafmæli sitt á veitingastaðnum Kol og salt og stefndi þangað tæplega hundrað vinkonum sínum úr ýmsum áttum. Stjúpdóttir Elsu, alheimsfegurðardrottningin fyrrverandi Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, tók að sjálfsögðu þátt í gleðinni með Elsu.

 

Stuð Elsa Jensdóttir, sem um árabil starfaði hjá 365-miðlum, hélt upp á fertugsafmæli sitt á veitingastaðnum Kol og salt. Þar fögnuðu tæplega hundrað vinkonur hennar með henni. Eiginmaður hennar, Vilhjálmur Skúlason, var einn fárra karlmanna sem hleypt var inn enda sá hann til þess að veitingarnar entust út kvöldið. Vilhjálmur er faðir fyrrum alheimsfegurðardrottningarinnar Unnar Birnu, sem mætti hress í gleðina.

Það var mikið dansað og hlegið í veislunni enda vart við öðru að búast þegar 90 hressar konur koma saman. „Við vorum þarna 90 konur, fimm karlar að þjóna og Siggi á K100 var plötusnúður,“ segir Elsa. Svansí vinkona hennar, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, var veislustjóri og keyrði fjörið áfram af fítonskrafti.

„Ég vildi hafa dömuboð vegna þess að ég er búin að kynnast svo mörgum skemmtilegum konum í gegnum tíðina,“ segir Elsa. „Sumar þeirra hitti ég allt of sjaldan og eini sénsinn til að hafa það reglulega gaman er að sleppa körlunum, þótt þeir séu ágætir í hófi,“ segir Elsa með prakkaralegt glott sitt á vörum.

Elsa Elsa

TJÚTTAÐ: Afmælisbarnið tók góðan snúning á dansgólfinu og er hér í sveiflu með Maríu Jensdóttur.

Elsa Elsa

HRESSAR: Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir og Kolbrún Björnsdóttir voru í banastuði.

Elsa Elsa

Í HAM: Svansí veislustjóri í ham.

Elsa Elsa

STUÐPÍUR: Sigurlaug Hólm, Jóna María Hafsteinsdóttir og Magna Sveinsdóttir gáfu ekkert eftir í fjörinu.

Elsa Elsa

FLOTTAR: Steinunn Sandra Guðmundsdóttir, Halldóra Ingimarsdóttir, framleiðandi Kilju-þátta Egils Helgasonar, og Steinunn Þórhallsdóttir voru glæsilegar.

 

Related Posts