STEINGEITIN:

Þrátt fyrir hækkandi sól og bjartari daga hefur þér enn ekki tekist að komast almennilega í sumarfílinginn. Skelltu þér í stuttbuxur, hentu einhverju góðu á grillið og opnaðu einn ískaldan Corona í góða veðrinu.

VATNSBERINN:
Væri samið lag um sumarið fram undan segja spilin okkur að titill lagsins væri „The Summer of Love.“ Hvort sem þú ert í sambandi nú þegar eða munt eiga gott sumarskot er nokkuð ljóst að ástarmálin þín verða frábær í sumar.

FISKURINN:
Eitthvað segir okkur að það sé einhver innipúki í þér þetta sumarið og D-vítamínskorturinn er farinn að láta á sér kræla. Slökktu á sjónvarpinu eða tölvunni og komdu út að leika.

HRÚTURINN:
Eftir að hafa ákveðið að gefa Þjóðhátíð frí sökum aldurs ertu komin/n með bakþanka eftir að hafa heyrt nýja þjóðhátíðarlagið. Skelltu þér bara í dalinn, það er enginn of gamall fyrir það.

NAUTIÐ:
Þetta er sumarið sem Nautið ætlar virkilega að njóta sín. Hvort sem þú ert með fjölskyldu og ætlar að horfa á litla stubba leika sér í veðurblíðunni eða ert barnlaus og ætlar að eyða lunganu af sumrinu í banastuði í góðra vina hópi í tjaldi er nokkuð ljóst að þessu sumri munt þú ekki gleyma í bráð.

TVÍBURINN:
Það er einhver svakaleg lukka yfir þér þessa dagana og allt virðist vera að ganga upp hjá þér. Ef einhvern tímann er rétti tíminn til að fjárfesta í lottómiða er sá tími nákvæmlega núna.

KRABBINN:
Hversu oft hefurðu ekki verið að klára skóla- eða vinnutörn í brjáluðum hita og gast ekki beðið eftir því að fá að baða þig í sólargeislunum en sumarfríið einkenndist af rigningu á roki. Spurning um að skella sér til sólarlanda?

LJÓNIÐ:
Ljónið er ákveðið að eðlisfari og klárar þau verkefni sem það tekur sér fyrir hendur. Það kemur sér aldeilis vel því eftir að hafa ákveðið að koma sér í baðfataform fyrir sumarið hefur þú aldrei litið betur út.

MEYJAN:
Þrátt fyrir að Meyjan sé að eðlisfari mikil sumarmanneskja er eitthvað að angra hana þessa stundina. Stjörnurnar mæla eindregið með því að þú lítir upp og brosir framan í sólina, hún mun brosa til baka.

VOGIN:
Á næstu dögum bendir allt til þess að þú munir henda þér í eitt stykki gott sólbað, vanmeta styrk sólarinnar, sofna og vakna nokkrum klukkustundum síðar útlítandi eins og lax enda húðin orðin vel bleik eftir lúrinn.

SPORÐDREKINN:
Þessa stundina veltir þú mikið fyrir þér hvað þú eigir að gera eftir sumarið og þú átt erfitt með að gera upp hug þinn. Það eru óneitanlega spennandi tímar fram undan og aldrei að vita nema ástin banki upp á.

BOGMAÐURINN:
Sveitastjórnarmálin í þínu sveitafélagi eru þér afar hugleikin þessa vikuna eftir kosningarnar í lok maí en þú breytir ekki úrslitunum úr þessu. Einbeittu þér frekar að því að sleikja sólina.

Related Posts