STEINGEITIN:
Happaglefsur og hitabrúsar hafa verið Steingeitinni ríkjandi. Huggulegt ástarlífið, góður fókus en eitthvað virðist vanta. Ef til vill kann lífið betur við sjálft sig þegar stöðugt vantar aðeins eitt púsluspil upp á heildina. Njóttu lífsins á meðan þú hefur þessa smugu, góðra stunda verður saknað þegar tarnirnar koma.


VATNSBERINN:
Venjulega ert þú sú sá einstaklingur sem lyftir fingri upp á fljótu bragði fyrir aðra en nú er löngu liðið að því að þú leyfir bakinu að halla aftur. Sjáðu líka hvað gerist þegar þú ert ekki kurteisa manneskjan sem átt frumkvæðið að kurteisinni. Kannski gæti komið í ljós að einhverjir nálægt þér eru ekki alveg englarnir sem þú reiknaðir með.

 

FISKARNIR:

Gömul umræða mun dúkka upp sem þú hélst að væri löngu gleymd ef ekki grafin. Gæti þetta slegið þig örlítið út af laginu, þó ekki nema í nokkrar mínútur. Passaðu bara að beygja til vinstri þegar kemur að stærstu ákvörðunartöku vikunnar. Þú veist hvenær, þú veist hvar. Örlögin eru þín.

 

HRÚTURINN:
Sköpunarárátta Hrútarins að undanförnu hefur skilað merkilega góðum árangri til þeirra sem umkringja þig flesta daga. En þar sem þeir eru ekki allir á meðal þinna nánustu tekurðu talsvert mark á þeim gullhömrum sem þér er gefið. Pósitífa andrúmsloftið mun sjá til þess að þú svífir inn í helgina, kærulaus og vægðarlaus, í banastuði.

 

NAUTIÐ:
Skapsveiflur hjá Nautinu eru eðlilegar en fyrirgefning gerast ekki að sjálfu sér. Áður en þú ferð að sortera úr þessum nýju vinabeðnum sem bíða þín á Fésbókinni er vert að athuga hvort einhver orð gætu hafa skilið súrt eftirbragð á meðal vandamanna. Þú ert nú bara mannleg/ur, þú þarna, mikla Naut.
TVÍBURINN:
Leikhús göfgar andann og fátt betra en að ganga troðfullur af menningu út í nóttina eftir vandaða sviðsupplifun. Passaðu þig bara að hrasa ekki um menningarvitana í anddyrinu, þeir eru ekki alltaf að fylgjast með fólkinu í kringum sig, enda hugur þeirra á æðra plani.

 

KRABBINN:
Krabbinn er klækjóttur að eðlisfari en í senn er stutt í almennilegheitin. Gættu skrefa þinna næstu daga til að flækjast ekki í neitt sem er fyrir utan þinn þægindaramma. Hafðu augun allavega opin!

 

LJÓNIÐ:
Það er svo gaman að vera til. Hvað, ertu með eina bólu á nefinu? Hættu að hafa áhyggjur af öðru eins smámáli. Skiptir engu, veistu ekki hvað þú ert skemmtilegur? Kreistu kvikindið og gerðu eitthvað tryllt með vinkonum/vinum þínum. En mundu að gleðin er besta víman! Sömuleiðis Bítlarnir.

 

MEYJAN:
Eftir linnulausa eyðslu í kringum haustbyrjun og stanslausa viðburði hefur Meyjan ákveðið að kúpla sig aðeins út. Eitthvert tómarúm liggur í loftinu en á svoleiðis stundum er nauðsynlegt að eiga gott búmmerang eða borðspil í skápnum sem hættir ekki að safna ryki.

VOGIN:
Ævintýragjörn er Vogin þessa dagana og prófar meira að segja nýjan rétt þegar hún skellir sér út að borða. Þú ert líka frakkari en vanalega og tekur þátt í keppni í vinnunni/skólanum. Karókí hentar þér vel svo ef þú sérð karókíkeppni auglýsta á næstu vikum láttu þá vaða!

SPORÐDREKINN:
Nú ert þú vinur vinna þinna, og dýrmætari einstaklingur fyrir vikið. Láttu andlegu geðveikina í þínu lífi að setjast til hliðar og vertu með eyrun opin jafnt sem augun fyrir öllum skilaboðum sem þínir vandamenn vilja koma á þig án þess að segja það beint út. Góður hlustandi tekur eftir smáatriðum.

BOGMAÐURINN:
Ný tækifæri bjóðast og sökum þess að mannveran hræðist oftar en ekki nýjungar eru væntingar Bogmannsins hófstilltar, en til hvers? Ef þú hugsar áfram: hvað ef …? með svona reglulegu millibili muntu finna sjálfa/n þig á hundgömlum aldri í hægindastól og segja við alla í kringum þig að áhættan borgi sig aldrei. Ekki vera sú týpa.

 

Related Posts