Lasse Persson (72) ljósmyndaði djammið á Studio 54:

Næturklúbburinn Studio 54 í New York er goðsagnakenndur sukkstaður og einhver þekktasti næturklúbburinn í sögu Bandaríkjanna. Klúbburinn opnaði 1977 og starfaði í 22 sveitta og dópaða mánuði og varð vinsæll viðkomustaður stórstjarna.

Meðal þeirra sem stunduðu klúbbinn,s vo einhverjir séu nefndir voru: Elizabeth Taylor, Mick Jagger, Bianca Jagger, Jerry Hall, Debbie Harry, Grace Jones, Michael Jackson, Calvin Klein, Elton John, John Travolta, Brooke Shields og Tina Turner

Sænski ljósmyndarinn Lasse Persson myndaði gesti klúbbsins í bak og fyrir á sínum tíma og hefur nú sent frá sér glæsilega ljósmyndabók sem gerir klúbbnum ógleymanleg skil á rúmlega 200 blaðsíðum. Frægðarfólkið sem stundaði staðinn er áberandi á myndunum og þar má meðal annars sjá sjálfan Andy Warhol, Truman Capote og Bianca Jagger. Flottastir eru samt eiginlega hinir almennu sukkarar sem fóru hamförum í klæðaburði, nekt og sukki, stjörnunum til ánægju og yndisauka.

Klúbburinn lokaði óvænt fyrir tæpum 35 árum en segja má að Persson hafi opnað hann aftur með bók sinni sem vitir fágæta og magnaða innsýn í sukklíf síðdiskótímans.

NEKT: Stípalingarnir nutu sín á staðnum.

NEKT: Stípalingarnir nutu sín á staðnum.

 

SUKK: Dópið var aldrei langt undan á Studio 54.

SUKK: Dópið var aldrei langt undan á Studio 54.

 

BÆNG, BÆNG: Lasse sjálfur í stuði.

BÆNG, BÆNG: Lasse sjálfur í stuði.

Related Posts