Allt í plati?

Framboð af kókoshnetuvatni hefur stóraukist í heiminum og er því haldið fram að það sé betri og hollari drykkur en flestir aðrir, ekki er þó allt sem sýnist.

ROKSELST: Kókoshnetuvatn rýkur upp í sölu.

ÚPPS: Hefur Rihanna verið að selja lygar?

Rannsakað Nýjustu rannsóknir á meintu heilnæmi kókoshnetuvatns hafa leitt í ljós að jafngott er að drekka flöskuvatn. Nú eða kranavatn ef þú ert á Íslandi. Rannsóknin sem er á vegum Journal of the International Society of Sports Nutrition leiðir í ljós að kókoshnetuvatn bætir engu við áhrif flöskuvatns. Nema þá hærra verði, mun hærra verði.

Stjörnurnar í Hollywood hafa keppst við að auglýsa heilnæmi kókoshnetuvatns og sjást oftar en ekki með fernu í hendi á myndum. Þetta hefur orðið til þess að stóraukning hefur orðið á framboði á kókoshnetuvatni og sölukúrfan er nánast beint upp í loftið. Allir græða nema neytandinn.

Banani og vatn.

Eftir erfiða æfingu næst sami árangur með drykkju vatns og áti á banana eins og að drekka fernu af kókoshnetuvatni. Seljendur kókoshnetuvatnsins halda öðru fram og með stuðningi stjarnanna kaupir fólk rökin og splæsir í dýra fernu af kókoshnetuvatni. Án þess að hafa fyrir því að kynna sér málið.

Þess utan eru að jafnaði á milli 11-22 grömm af sykri í kókoshnetuvatnsfernu, eitthvað sem stórlega vantar í ferskvatn. En þurfum við meiri sykur?

100% náttúrulegt

Í auglýsingaherferðum er lögð sérstök áhersla á að varan sé 100% náttúruleg og engu bætt við. Það má draga í efa. Það má líka spyrja sig: Er einhver að selja 50% náttúrulega vöru?

 

Related Posts